- Advertisement -

Þarf að halda launum verkafólks niðri?

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmndsson skrifar: Þegar Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður VG, sá ákvæði stjórnarsáttmála Bjarna og Katrínar um kjaramál varð honum að orði: „Ég hélt,að þetta ákvæði hefði verið samið í viðskiptaráði.“

Já, formaður VG vildi leggja mikið á sig til þess að fá að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum! Í þessu ákvæði um kjaramál var lögð áhersla á, að miklar almennar launahækkanir hefðu orðið að undanförnu, svo miklar að það hefði veikt samkeppnisstöðu Íslands.

Gamalkunnur söngur, sem Sósalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið glímdu við áður – á meðan þeir flokkar börðust fyrir bættum kjörum verkafólks. Allt frá því Katrín samþykkti þessa nýju línu Bjarna í stjórnarsáttmálanum hafa þau í sameiningu keppst við að sannfæra launafólk og þjóðina alla um að ekki væri grundvöllur fyrir neinum launahækkunum núna, eða a.m.k. mjög óverulegum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta gerist eftir að laun þingmanna hafa hækkað um 75% og eru komin í 1,1 milljón fyrir utan margvíslegar aukasporslur, laun ráðherra hafa hækkað um 64,2% . Laun forsætisráðherra hækkuðu um 789 þús kr. á mánuði og eru rúmlega 2 milljónir á mánuði fyrir utan margvíslerg hlunnindi en laun fjármálaráðherra hækkuðu um 714 þúsund á mánuði og eru komin í 1826 þús kr fyrir utan öll hlunnindin.

„Hvernig stjórn höfum við í landinu?“

Þessir ráðherrar þykjast geta sagt verkafólki, að 235 þús sé nógu hátt sem lágmarkslaun eftir skatt. Sveiattan.

Framangreind launahækkun þingmanna og ráðherra er fyrir tímabilið 2013-2016. Æðstu embættsmenn fengu einnig miklar hækkanir eða upp í 48% hækkun og 18 mánuði til baka!

Ráðherrarnir samþykktu einnig á alþingi, að þeir skyldu sjálfir fá afturvirkar hækkanir í marga mánuði en þeir felldu um leið að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirkar hækkanir!

M.ö.o: Það er búið að hækka yfirstéttina í launum upp úr öllu valdii en í framhaldi af því keppist ríkisstjórn Katrínar við að berjast fyrir því að verkafólk fái enga eða óverulega hækkun. Hún og Bjarni vilja að lágmarkslaun eftir skatt séu áfram 235 þúsund kr. á mánuði. Það þýðir að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi áfram að vera við fátæktarmörk, óbreyttur!! Hvernig stjórn höfum við í landinu?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: