- Advertisement -

Þetta er nú meiri hörmungin

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Þetta er nú meiri hörmungin. Það að koma Bjarna Ben í fjármálaráðuneytið er djörf en spennandi ákvörðun, en ekki svik við vinnandi fólk á Íslandi. Það að taka ákvörðun um að ganga á bak stefnu flokksins þíns er að finnast bakþankar leiðinlegir. Það að taka ákvörðun um að húkka upp með forhertu auðvaldi og fólki sem er ekkert annað en útsendarar íslensku auðstéttarinnar er festast ekki í sögulegri hefndarhyggju. Hvað heldur Steingrímur J. eiginlega að hann sé? Heldur hann að það sé í hans valdi að láta sem að Sjálfstæðisflokkurinn og Valhöll séu ekki vandamál í samfélaginu, stórkostlegt vandamál sem hefur fætt af sér þá sjúku nýfrjálshyggju sem við erum öll látin lifa við; sjúka græði auðstéttarinnar, skattaundanskot til skattaskjóla, endalausan niðurskurð, samræmda láglaunastefnu, sadisma þegar kemur að meðferð á flóttafólki, algjöru skeytingarleysi gagnvart náttúrunni og svo auðvitað óheftri og klikkaðri hernaðarhyggju sem að friðarflokkurinn VG tekur nú þátt í eins og ekkert sé?
Ég veit ekkert hvað söguleg hefndarhyggja þýðir. Kannski er það að vera haldin sögulegri hefndarhyggju að muna það sem gerst hefur síðustu áratugi og taka eftir því hvaða afleiðingar það hefur. Þá vil ég bara endilega vera með svoleiðis. En auðvitað er þetta bara bull, eitthvað tilbúið rugl í fólki sem er hefur ekki raunveruleg prinsipp, raunverulega stefnu, raunveruleg gildi, rugl í fólki sem hefur ákveðið að völdin sjálf séu það mikilvægasta og pólitík sé hvort sem er bara leikur sem snúist um það hverjir geti sagt mest ósatt.

„Í bókinni segir að snemma í viðræðunum hafi náðst samkomulag um að Katrín yrði forsætisráðherra og að Vinstri græn myndu þar með leiða stjórnina. Svandís segir þar að efasemdir hennar um stjórnarsamstarfið hafi fljótlega farið að eyðast. „Mér fannst þetta vissulega djörf ákvörðun en að sama skapi ótrúlega spennandi. Um leið og við vorum svo komin yfir þann hjalla að vega og meta hvort skyldi leggja út í þetta þá vann ég að því heils hugar. Mér finnst bakþankar leiðinlegir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar afrakstur viðræðna var kynntur þingflokknum 13. nóvember 2017 var Kolbeinn Óttarsson Proppé einna fyrstur úr þingliðinu til að lýsa stuðningi við það að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Steingrímur J. Sigfússon segir í bókinni að það ætti ekki að einblína á að flokkarnir tveir sem verið var að fara að mynda ríkisstjórn með bæru ábyrgð á hruninu. Það hafi ekki verið flokkarnir „sem stofnanir sem ollu hruninu heldur sú stefna sem ákveðnir einstaklingar reyndu að framfylgja“. Ekki væri hægt að festast í sögulegri hefndarhyggju.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: