- Advertisement -

Þetta eru launin hjá bæjarstjórunum sem þú kýst á morgun – Sjáðu alþjóðlegan samanburð

Haraldur nokkur vekur athygli á háaum launagreiðslum íslenskra borgar- og bæjarstjóra í samanburði við erlenda kollega þeirra. Miðað við höfðatölu segist hann sannfærður um að íslenska stjórnmálastéttin sé sú dýrasta í veröldinni.

Haraldur birtir mynd á spjallsvæði Sósíalistaflokksins sem sýni fram á háar launagreiðslur íslenskra bæjarstjóra. Þar má sjá að þeir eru margir með svipuð eða hærri laun en borgarstjórar ýmissa stórborga heims. Og Haraldur veltir hlutunum fyrir sér í færslunni:

„Fróðlegt væri að sjá það reiknað út hvað stjórnmálastéttin íslenska kostar með öllu. Og sjá það svo í samaburði hvar hún stendur í heiminum. Örugglega dýrasta stjórnmálastétt heims miðað við höfðatölu.Svo væri tilefni til að ræða hvað þjóðin fær fyrir allan peninginn og hvort að stéttin hefur batnað í hlutfalli við stórbætt kjör,“ segir hann.

Þessa mynd birti Haraldur. Þar má sjá ýmsa sveitastjórnendur ofarlegea á lista yfir hæstlaunuðustu sveitastjórnendur veraldar. Þarna eru birt árslaun í bandarískum dollurum.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Gunnar Smári Egilsson, forsprakki Sósíalistaflokksins, tjáir sig undir færsluna og segir launagreiðslurnar hér á landi algjöra steypu. „Sjálftaka stjórnmálastéttarinnar er mál sem kjósendur verða að ræða fyrir kosningar. Er það normalt að bæjarstjórar í smábæjum á Íslandi sé með hærri laun en borgarstjórar í heimsborgum? Er það normalt að þingmenn og ráðherrar hér séu með hærri laun en kollegar þeirra erlendis? Hvaðan kom þessi hugmynd að þau sem moka mest í eigin vasa séu best til þess fallin að stjórna út frá hagsmunum heildarinnar? Þessi hugmynd er augljóslega steypa,“ segir Gunnar Smári.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: