- Advertisement -

Þurfum ekki niðurskurð, heldur uppskurð á kerfinu

„Við þurf­um að glíma við þing­menn sem líta á vasa al­menn­ings og fyr­ir­tækja sem hlaðborð – einskon­ar All-you-can-eat til­boð fyr­ir út­gjaldaglaða stjórn­mála­menn.“

Óli Björn Kárason skrifar í dag grein, sem birt er í Mogganum. Hann fjallar þar um efnahagsmál og það sem hann telur brýnast að gera. Að venju leggur hann til skattalækkanir og vill draga úr umsvifum ríkisins. „Við þurf­um ekki niður­skurð held­ur upp­skurð á kerf­inu, gera það ein­fald­ara og skil­virk­ara,“ skrifar þingmaðurinn.

Stofnum fyrirtæki

„Sókn til bættra lífs­kjara verður ekki án þess að byggja und­ir at­vinnu­lífið – tryggja hag­stætt um­hverfi fyr­ir lít­il jafnt sem stærri fyr­ir­tæki. Gefa þeim tæki­færi til að auka verðmæta­sköp­un – auka fram­leiðni – og gera þeim kleift að standa und­ir hærri laun­um. Það þarf frjó­an jarðveg fyr­ir ný fyr­ir­tæki og hvetja ungt fólk til að stofna fyr­ir­tæki. Byggja und­ir fram­taks­mann­inn. Þetta verður ekki gert með op­in­ber­um af­skipt­um og til­skip­un­um, held­ur með því að horf­ast í augu við þá staðreynd að stjórn­kerfið hef­ur vaxið okk­ur yfir höfuð. Við þurf­um ekki niður­skurð held­ur upp­skurð á kerf­inu, gera það ein­fald­ara og skil­virk­ara,“ skrifar hann.

„All-you-can-eat til­boð“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég hef áður bent á að við, sem vilj­um draga úr um­svif­um rík­is­ins, lækka skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki, ýta und­ir fram­taks­menn­ina og ein­falda leik­regl­urn­ar, erum í minni­hluta á þingi. Við þurf­um að glíma við þing­menn sem líta á vasa al­menn­ings og fyr­ir­tækja sem hlaðborð – einskon­ar All-you-can-eat til­boð fyr­ir út­gjaldaglaða stjórn­mála­menn,“ en þetta má lesa í grein Óla Björns.

Spáir grámyglu

Og að lokum þetta úr langri grein þingmannsins Óla Björns Kárasonar.

„Hag­sæld­in er ekki án áskor­ana til lengri og skemmri tíma. Kjara­samn­ing­ar verða ekki ein­fald­ir en upp­stokk­un tekju­skatt­s­kerf­is­ins gæti orðið þungt lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að tryggja stöðug­leika og kaup­inn kaup­mátt. Ferðaþjón­ust­an verður ekki sami aflvaki hag­vaxt­ar á næstu árum og hún hef­ur verið. Ytra um­hverfi sjáv­ar­út­vegs er í mörgu óhag­stætt og þung­ar skatt­byrðar geta, að öðru óbreyttu, kné­sett fyr­ir­tæki. Erfiðleik­ar í sauðfjár­rækt hafa al­var­leg áhrif á fjöl­mörg byggðarlög. Íslensk­ur land­búnaður – sem hef­ur náð ótrú­leg­um ár­angri í að auka hag­kvæmni – þarf að mæta auk­inni sam­keppni. Slíkt er eðli­legt og heil­brigt ef leik­regl­urn­ar tryggja jafn­ræði. Ekk­ert land sem vill tryggja full­veldi sitt gagn­vart öðrum þjóðum, get­ur leyft sér að fórna eig­in mat­væla­ör­yggi. Po­púl­ist­ar lofa al­menn­ingi ódýr­um mat­væl­um og eru til­bún­ir til að fórna öfl­ugri og heil­brigðri inn­lendri fram­leiðslu á alt­ari lýðskrums­ins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: