- Advertisement -

Tólf mannslíf og Fjórflokkurinn

Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum Fjórflokksins undanfarna tvo til þrjá áratugi.


Þór Saari skrifar:

Þetta er það sem gerðist á Landakoti og kostaði tólf mannslíf. Þetta gerðist vegna áratuga aðfarar fjármálaráðuneytisins (og þeirra ríkisstjórna og þingmanna sem að baki því standa) að kjörum heilbrigðisstétta og vegna heimskulegulegs einkavæðingablætis gagnvart heilbrigðisþjónustunni, þar liggur rót vandans. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum Fjórflokksins undanfarna tvo til þrjá áratugi sem gáfust upp fyrir afli peninga og valda, misstu algerlega áttir, allir sem einn, og gerðu hugmyndina um „markað“ að guðspjalli sem myndi bjarga öllu, án þess að hafa hugmynd um við hvað var átt. Þetta sama fólk (Fjórflokkurinn) situr en við stjórnvölinn, þó nöfn einstaklingana hafi breyst síðan 1990. Veltu því fyrir þér þegar kemur að næstu kosningum, því það er þetta sem skiptir máli. Fjórflokkurinn og tólf mannslíf.

„Skortur á starfsfólki varð til þess að ekki var hægt að hólfaskipta Landakotsspítala til að draga úr líkum á COVID-19 smiti. Forsvarsmenn klínískra starfsmanna segja mönnun viðvarandi vandamál í heilbrigðiskerfinu þar sem menntað fagfólk fáist ekki í störfin vegna launakjara, vinnuaðstöðu og álags. . . . Mönnun á Landspítalanum og í heilbrigðiskerfinu er viðvarandi vandamál sem tengist að sögn talsmanna fagstétta bæði kjörum og vinnuumhverfi starfsmanna og því að of fáir útskrifist með þá menntun sem þarf til að tryggja mönnun, sér í lagi á tímum heimsfaraldurs…“

Marta Jónsdóttir, formaður hjúkrunarráðs, tekur undir það sjónarmið að manna þurfi grunnstoðir heilbrigðiskerfisins. „Við þurfum að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga, borga fólki almennileg laun og gefa fólki færi á heilsusamlegu vinnuumhverfi og aðstæðum sem hægt er að vinna við,“ segir hún. „Við eigum ekki nógu mikið af fólki. Það er búið að koma fram í skýrslum Ríkisendurskoðunar og alls konar skýrslum að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin stétt með tilliti til launa miðað við aðrar stéttir. Það þarf fyrst og fremst að laga þetta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: