- Advertisement -

Trump, Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð

Það munu alltaf verða til stjórnmálamenn eins og Trump í öllum samfélögum. En það á ekki að hlæja að þeim eða með þeim. Þeir eru hættulegir og það á að taka þá alvarlega.

Björn Valur; „Það er heldur ekki langt síðan við höfðum forseta sem vegsamaði allt það versta sem leiddi landið í Hrunið á sínum tíma.“

Björn Valur Gíslason sló á lyklaborðið og birti á Facebook.

„Það var hlegið af forseta USA hjá Sameinuðu þjóðunum í vikunni og hann hafður að háði og spotti fyrir yfirgengilegt grobb og sjálfshól sem engin innistæða er fyrir. Það eru ekki mörg ár síðan við Íslendingar höfðum forsætisráðherra sem gerði eiginlega aldrei neitt nema það væri einstakt, jafnvel heimsmet að hans eigin áliti. Forsætisráðherra sem sá ekki ógnir lík tog flestir aðrir í hlýnum jarðar, heldur tækifæri. Forsætisráðherra sem varaði landa sína við að borða mat frá útlöndum vegna þess að hegðun þeirra gæti breyst við að innbyrða slíka fæðu. Það er heldur ekki langt síðan við höfðum forseta sem vegsamaði allt það versta sem leiddi landið í Hrunið á sínum tíma. Hann hamast nú við að endurskrifa söguna sér í vil og gengur bara býsna vel.

Það munu alltaf verða til stjórnmálamenn eins og Trump í öllum samfélögum. En það á ekki að hlæja að þeim eða með þeim. Þeir eru hættulegir og það á að taka þá alvarlega. Við kjósendur eigum ekki að færa þeim völd. Sagan á að hafa kennt okkur það.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: