- Advertisement -

Tveir forsætisráðherrar

Kristinn Hrafnsson skrifaði:

Jónas Gahr Störe í Noregi stendur með atkvæði lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum við ályktun um vopnahlé á Gaza. Gagnrýnir Ísraelsstjórn svo harkalega fyrir að hafa farið yfir strikið.

Katrín Jakobsdóttir segist ekki hafa verið spurð um hjásetuna hjá S.þ. Ef rétt reynist, er þetta ein mesta niðurlæging ráðherra frá samstarfsráðherra í stjórnmálasögu landsins. Aumingjaleg yfirlýsing um að hún hefði sko viljað að Ísland greiddi atkvæði með tillögunni er svo pínleg að mann hálf verkjar við að hlýða á hana.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: