- Advertisement -

Undirbúa íbúa fyrir óþægindi

Samfélag Húsvíkingar hafa verið boðaðir á fund á morgun þar sem þeim verður sagt frá hvers er að vænta þegar kísiliðjan á Bakka, í næsta nágrenni byggðarinnar, verður gangsett.

Þeim verður kynnt áhrif iðjuversins á lýðheilsu og hvers fólk verður vart við.

„Við munum fara yfir framleiðsluferlið á kísli á íbúafundinum á fimmtudaginn og skýra hvernig staðið verður að öryggis og umhverfismálum, segja frá áhrifum verksmiðjunnar á lýðheilsu og hvað íbúar gætu orðið varir við fyrstu dagana þegar verksmiðjan verður keyrð í gang,“ er haft eftir segir Hafsteini Viktorssyni, forstjóri PCC BakkiSilicon hf., í Mogganum í dag.

United Silicon í Helguvík olli íbúum verulegum vanda og heilsutjóni. Brátt skýrist hvort eins verði með verksmiðjuna á Bakka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: