- Advertisement -

Ungir karlar heimskustu spendýrin

Haukur Arnþórsson.

Haukur Arnþórsson skrifar: Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ungir karlmenn séu lang heimskasta og dómgreindarlausasta spendýrið. Næstir koma miðaldra karlmenn og eldri karlar þar næst.

Ég sagði þetta hér á Facebook um daginn (vissulega í hálfkæringi) og fékk heiftarleg viðbrögð frá anti-feministum, sem nú gera sig mjög gildandi – og tók statusinn út. Auðvitað áttaði ég mig á heimsku ungra karlmanna löngu fyrir daga feminismans og þessi skoðun mín hefur ekkert með hann að gera.

En röksemdir mínar eru þær að ungir karlar taka þátt í stríði, miðaldra menn stjórna þeim og eldri karlar koma þeim af stað. Ekkert annað spendýr gerir nokkuð hliðstætt þessu. Og svo má bæta ýmsu við – en lögreglustatístik bendir til þess að karlar brjóti síður af sér eftir fimmtugt, sem þó er því miður ekki einhlítt.
Skrifin birtust fyrst á Facebooksíðu Hauks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: