- Advertisement -

Vægi sauðkindarinnar er ofmetið

Sauðfé leggur undir sig land í10 vikur á áári til að framleiða kjöt sem ekki er nægur markaður fyrir.

„En er samt sem áður ekki kominn tími til að horfast í augu við tilgangsleysi þessara búskaparhátta?“

Þannig spyr Stefán Tryggva- og Sigríðarson í grein sem birtist er í Bændablaðinu, þar sem hann veltir fyrir sér sauðfjárrækt.

 „Að sauðfé þurfi að leggja landið undir sig í 10 vikur á ári til að framleiða kjöt sem ekki er nægur markaður fyrir, með miklum opinberum fjárstuðningi og þar að auki meira og minna á annarra landi er auðvitað ekki í neinu samræmi við nútíma atvinnuhætti. Helst mætti líkja þessu háttarlagi við heilagleika indversku kýrinnar. Reyndar hef ég orðið þess var að hluti bænda lítur svo á að sauðfjárbeit á óræktað land sé nánast greiðasemi við guð og menn. Að það sé skylda bænda að beita allt land sem einhverja uppskeru gefur.“

Stjórnmálamenn kaupa rökin

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Stjórnmálamenn hafa löngum keypt þau rök bænda að sauðfjárrækt sé hornsteinn byggðar í dreifbýli. Ef ekki væri stundaður sauðfjárbúskapur þá kæmi til landauðn og eyðibyggðir. Minna má á að fé í landinu hefur fækkað um nær helming frá því́ það var flest upp úr 1980 án þess eyðibyggðum hafi fjölgað sem neinu nemur. Ætli aflagning byggðar á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp á síðustu öld sé ekki síðasta stóra landsvæðið sem kalla má að hafi farið úr byggð? Vissulega hefur búseta breyst en mér virðast umfangsmiklar samgöngubætur síðustu áratuga og stórbætt fjarskipti oft ekki fá sanngjarnt mat þegar fjallað er um byggðamál hin síðari ár. Þá hafa orðið róttækar breytingar á atvinnulífi sveitanna síðustu áratugina og er þáttur ferðaþjónustu þar einna stærstur. Vægi sauðfjárræktar til viðhalds dreifðrar byggðar hefur því́ breyst mikið frá sí́ðustu öld.“

Bændur varpi ekki ábyrgðinni frá sér

„Þegar ég segi bann við lausagöngu sauðfjár er ég fyrst og fremst að kalla eftir breyttum búskaparháttum. Að greinin færist nær bóndanum sjálfum en hann komist ekki upp með að varpa ábyrgð á framleiðslu sinni á aðra. Hvorki með beit á annarra land né við afsetningu afurðanna. Auðvitað er ekkert að því að sauðfjárbændur nýti sameiginlega land svo fremi að um það sé samstaða og samþykki allra sem hlut eiga að umræddu landi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: