- Advertisement -

Værum í sömu stöðu og Grikkir

Öll fjármálaveröldin þekkir nú „íslensku leiðina“.

Ragnar Önundarson skrifar:

Ef Ísland hefði farið hefðbundna leið 2008, þessa sem fjármálamiðstöðvunum og AGS er þóknanleg, þá væri íslenskt þjóðfélag í vonlausri stöðu, eins og Grikkland er nú. Hefðbundna leiðin, sem allar þjóðir hafa hingað til verið neyddar til að fara, er sú að ríkið ábyrgist skuldafargan einkaaðila.

„Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna,“ sagði DO og undirstrikaði óheilbrigði þess að ábyrgðarlausir risabankar úti í heimi geti fengið ríkisábyrgð eftir á og sloppið skaðlausir frá því að hafa heilu þjóðirnar að leiksoppum í hringavitleysu lánaþenslunnar. Öll fjármálaveröldin þekkir nú „íslensku leiðina“ og þegar fleiri þjóðir taka að fara hana í fjármálakrísum munu hinir skeytingarlausu risabankar þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. ESB hefur nú þegar farið að okkar dæmi og veitt innlánum forgang í kröfuröðinni, sem styrkir stöðu almennings gagnvart yfirgangssömum risabönkum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mér verður hugsað til Grikkja, sem lutu ægivaldi ESB og urðu að þiggja „aðstoð“ AGS og skuldsetja ríkissjóð sinn gríðarlega. Hvaða svigrúm hafa þeir til að beita sér? Geta þeir fjárfest í innviðum? Geta þeir sett stóran hluta almennings í hlutastörf með atvinnuleysis bótum? Fjárhagslegt sjálfstæði er snar þáttur raunverulegs sjálfstæðis, bæði manna og þjóða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: