- Advertisement -

Valdalausir þingmenn og lýðsleikjur

„Nú er svo komið að alþing­is­menn hafa misst öll völd.“ Þetta er setning úr grein sem Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, skrifar í Moggann dag. Þar skrifar hann um umræður um afnám verðtryggingar.

„Það er leið til frama að mæla fag­urt. Þeir, sem mæla fag­urt án inni­halds og þurfa ekki að standa und­ir fag­ur­mæli á sinn kostnað, eru lýðsleikj­ur. Lýðsleikj­ur nú­tím­ans, og ýms­ar þeirra sitja nú á Alþingi, horfa mjög til þeirra fjár­muna, sem eru bundn­ir í líf­eyr­is­sjóðum. Lýðsleikj­ur telja eign­ir líf­eyr­is­sjóða „fé án hirðis“. Þess­um gæðum vilja lýðsleikj­ur út­hluta að sín­um geðþótta, án þess að gæta að þeim skyld­um sem á líf­eyr­is­sjóðum hvíla, en skyld­urn­ar eru aðeins að greiða líf­eyri að lokn­um starfs­aldri. Lýðsleikj­ur í verka­lýðshreyf­ing­unni geta átt aðkomu að því að gæta að rétt­ind­um eig­enda líf­eyr­is­rétt­inda. Þar geta lýðsleikj­ur orðið hættu­leg­ar. Vilji sumra í þeim flokki stend­ur til að nota lífeyrissjóði til að út­hluta gæðum án eðli­legs end­ur­gjalds.

Lengst ganga sum­ar lýðsleikj­ur, sem telja að lána­stofn­an­ir séu að „not­færa sér neyð og bág­indi“ með því að lána með láns­kjör­um, sem gera kröfu um að end­ur­greiðsla sé að jafn­v­irði láns­fjár­ins auk hóf­legra vaxta. Ef lýðsleikj­ur og skjól­stæðing­ar þeirra leita á náðir svo­kallaðra „smá­lána­fyr­ir­tækja“ vegna lána til fast­eigna­kaupa, þá vand­ast mál. Á rík­is­vald, yfir og allt um kring, að vernda slíka lán­taka? Á ein­stak­ling­ur aldrei að bera ábyrgð á sjálf­um sér og gjörðum sín­um? Eða á rík­is­valdið að vernda rétt­indi í slíkri „einka­banka­starf­semi“? Auðvitað ekki.“

Og síðar í greininni skýtur hann skotum að Ólafi Ísleifssyni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nú hef­ur doktor í hag­fræði, sem nú sit­ur á Alþingi, gengið í flokk með lýðsleikj­um og lagt til að láns­tími „verðtryggðra lána“ megi lengst vera 25 ár. Eins og Alþingi komi láns­tími við! Stytt­ing á láns­tíma úr 40 árum í 25 ár hef­ur í för með sér 35% hækk­un á ár­legri greiðslu­byrði. Lána­stofn­an­ir eru ekki að biðja um slíka stytt­ingu og íþyng­ingu fyr­ir lánþega. Er slík stytt­ing til hags­bóta fyr­ir lán­taka? Þeir geta alltént greitt auka­greiðslur af lán­um sín­um ef fjár­hagsaðstæður leyfa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: