- Advertisement -

Vanhæfur til að setja sig í spor annarra

Gunnar Smári skrifar:

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ríkidæmi takmarkar getu fólks til að finna til samkenndar með þeim sem standa ekki eins vel. Hin ríku eru ekki endilega vont fólk að upplagi, en ríkidæmið gerir það vont. Auður sem gengur í erfðir gerir síðan hverja kynslóð enn vanhæfari til að setja sig í spor annarra, einkum þeirra sem standa illa fjárhagslega og þurfa á hjálp að halda.

Af þessum sökum má vera að þótt Bjarni sé með meðalgreind, þá er hann þannig uppalinn og býr við þær aðstæður að honum er nánast ómögulegt að skilja samfélagið sem hann tilheyrir, hann nær ekki að tengja við stóra hluta þess.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hafið þetta í huga þegar þið veljið ykkur næst fulltrúa til að fara með almannavald; sleppið því að velja þau sem eru eiginlega ófær um að fara með slíkt vald sökum getuleysis til samkenndar með öðru fólki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: