- Advertisement -

Var veiran að dúlla sér í samfélaginu?

„Í umræðunni í fyrra, fóru margir nokkuð geyst og froðufelldu yfir hættunni sem stafaði af almennum ferðamönnum, þ.e. þeim sem eru að heimsækja Ísland í afþreyingarskyni. Þá hélt ég því fram að lítil hætta stafaði af þessu fólki, þar sem líklegt væri að fólk væri ekki að ferðast nema það væri hraust og það hefði lítinn áhuga á því að vera smitað af kórónaveirunni meðan á dvöl þess á Íslandi varði,“ skrifar Marinó G. Njálsson á Facebook.

Í athugasemdum með frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum er tekið fullkomlega undir þetta, þar sem segir:

„Gera verður ráð fyr­ir að þeir sem koma til lands­ins til þess að ferðast séu lík­leg­ir til þess að koma ein­ung­is ef þeir hafa fulla heilsu, og einnig munu vera tölu­verð brögð af því að ein­stak­ling­ar sem höfðu í hyggju ferðalög til Íslands hafi sóst eft­ir sýna­töku í heima­land­inu til þess að draga úr lík­um á að þurfa að sæta ein­angr­un á Íslandi ef þeir væru smitaðir.“

Þetta er vissulega byggt á „dómgreind“, eins og segir í athugasemdunum, en líka á því hve fáir ferðamenn hafa í reynd borið smit með sér til landsins. Flest smitanna hafa borist með einstaklingum sem eru búsettir á landinu eða með sterk tengsl við það (sem líklega má skilja að viðkomandi eru að koma í heimsókn til einhvers en ekki til að fara „hringinn“).

Þú gætir haft áhuga á þessum

…þar til smit breiddust út frá tveimur krám í miðborg Reykjavíkur.

Eitt dæmi er gjarnan notað til að hafna þessari kenningu, þ.e. franskur ferðamaður sem átti að hafa komið til landsins fyrri hluta ágúst. Það dæmi er frekar veikt, því á þessum tíma þurfti ekki nema hluti flugfarþega að fara í skimun og í annan stað liðu meira en 4 vikur frá því að viðkomandi átti að hafa komið til landsins, þar til smit breiddust út frá tveimur krám í miðborg Reykjavíkur.

Frá 10. ágúst til 14. september greindust 218 smit á landinu, þar af 84 á landamærum. Næstu 7 daga (15.-21. sept.) greindust 247 smit, þar af 13 á landamærum. Eigum við virkilega að trúa því, að veiran hafi bara verið að dúlla sér í samfélaginu án þess að nokkur vissi eitt né neitt í 4 vikur, en svo hafi hún ákveðið að fara í ofurdreifingu? Svo það hefði getað gerst, hefði hún þurft að taka 3-4 hopp (miðað við 7 daga umgangstíma) án þess fara í dreifingu í samfélaginu áður en hún barst í ofurdreifarann. Það er einfaldlega stjarnfræðilega ólíkt, sérstaklega þegar haft er í huga, að allt í einu var fullt af fólki á Íslandi með mikið magn veirunnar í sér, en ekki vikurnar á undan!

Öll rök hníga til þess, að sama afbrigði af veirunni hafi borist með flugfarþega með tengsl við Ísland á tímabilinu 7.-12. september. Það er í samræmi við „tilgátuna“ í athugasemd með frumvarpinu. Að afbrigðið hafi verið það sama og í franska ferðamanninum, sé bara tilviljun, enda líklegast ansi margir sem dvalið hafa í Mið-Evrópu á þessum tíma, með þetta sama afbrigði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: