- Advertisement -

Velferðarkerfi ríka fólksins

„Það kemur málinu ekkert við að foreldrarnir hafi „þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað“.

Stefán Ólafsson skrifaði á Facebook:

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn lögðu niður félagslega húsnæðiskerfið 1999, sem gerði láglaunafólki kleift að eignast húsnæði. Í staðinn var því lofað að vaxtabótakerfið myndi niðurgreiða húsnæðiskostnað fyrir þá sem minna eiga og minna hafa í tekjur. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn nær alveg eyðilagt vaxtabótakerfið. Í staðinn heimila þeir notkun séreigna lífeyrissparnað til að greiða skattfrjálst niður íbúðaskuldir. Það úrræði nýtist einkum hátekjuhópum, eins og hagdeild ASÍ hefur sýnt.

Enn róa Sjálfstæðismenn á sömu mið og vilja bjóða eignafólki skattfrjálsa fyrirframgreiðslu arfs í sama tilgangi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er sem sagt búið að taka húsnæðisstuðninginn að mestu frá lægri launahópunum en stuðningur við hærri tekjuhópa hefur verið aukinn og mun aukast enn frekar ef þetta nýja frumvarp væntanlegs ráðherra verður að veruleika. Að sama skapi eru fjármagnstekjur ríka fólksins skattlagðar minna en atvinnutekjur launafólks og lífeyrir. Þarna er „velferðarkerfi ríka fólksins„ í framkvæmd – en það er andhverfa hins venjulega velferðarkerfis. Sorgleg saga þetta!

Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði um sama  mál:

„Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað.“

Það er alvarlegt mál þegar alþingismenn annaðhvort skilja ekki hvernig skattkerfið virkar eða reyna að blekkja almenning. Það kemur málinu ekkert við að foreldrarnir hafi „þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað“.

Með sömu röksemdafærslu gæti maður sem ég ræð til að smíða hjá mér haldið því fram að hann eigi ekki að greiða skatt af því sem ég borga honum fyrir vinnuna vegna þess að ég hafi verið búinn að greiða skatt af því fé þegar þess var aflað.

Helga Vala Helgadóttir skrifaði fyrr í dag um þetta sama mál:


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: