- Advertisement -

Verið er að færa stórútgerðinni auðlindina okkar á silfurfati fyrir slikk

Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfar telja kvótann vera, t.d. leigja útgerðir frá sér kvóta á um 400 kr. kílóið á þorski en greiða sjálfar veiðigjald upp á rétt um 19 kr. kílóið.

Oddný Harðardóttir.

Ég fagna því sannarlega að í fjármálaáætluninni sé gert ráð fyrir auknum tekjum af fiskveiðiauðlindinni þótt það verði að vísu ekki fyrr en eftir tvö ár. Að mínu mati er verið að færa stórútgerðinni auðlindina okkar á silfurfati fyrir slikk.

Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu.

„Í fjármálaáætluninni er vísað í nefndir sem starfað hafa undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Síðastliðna mánuði hef ég fyrir hönd Samfylkingarinnar setið í fjölmennustu nefndinni, sem hæstvirtur matvælaráðherra hefur skipað um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um stóru ágreiningsmálin, um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Ef dæma má skoðanaskipti í þeirri nefnd er langt í land að sátt náist um þessi hagsmunamál greinarinnar og þjóðarinnar. Auðlindarentan er óumdeilanlega mjög mikil í sjávarútvegi á Íslandi. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfélaga á síðasta áratug er ein af birtingarmyndum þess. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfar telja kvótann vera, t.d. leigja útgerðir frá sér kvóta á um 400 kr. kílóið á þorski en greiða sjálfar veiðigjald upp á rétt um 19 kr. kílóið. Við deilum um reikniregluna sem veiðigjaldið er reiknað út frá, deilum um viðmið og hlutföll og hvort bókhaldsbrellum eða skattalegri hagræðingu sé beitt hjá útgerðum sem vilja greiða sem minnst fyrir auðlindina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég tel að sátt náist ekki nema veiðigjöldin verði byggð á markaðslegum forsendum. Útboðsleið, sem við í Samfylkingunni teljum bestu leiðina í þessum efnum, myndi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipti með aflahlutdeildir og bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Ég tel að annað sé fullreynt,“ sagði Oddný.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: