- Advertisement -

Við búum ekki við lýðræði

Gunnar Smári skrifar:

Mig minnir að það hafi verið Cornel West sem lýsti ferli Barack Obama þannig að fyrir kosningar hafi hann ávarpað kjósendur og höfðað til vonar þeirra um bætt samfélag. Þegar hann varð forseti fyrir tilstyrk kjósenda sneri hann sér að sínu raunverulega kjördæmi, Wall Street, og stjórnaði Bandaríkjunum í fjögur ár í takt við hagsmuni þess. Þannig er það líka á Íslandi. Stjórnmálafólkið snýr sér að ykkur í sex vikur fyrir kosningar og þykist vera að bjóða sig fram til að þjóna ykkur. Um leið og kosið hefur verið, oft strax á kosninganótt, kemur í ljós fyrir hverja þetta fólk vinnur. Samkvæmt könnun sem ríkisstjórnin sjálf gerði vill mikill meirihluti almennings alls ekki selja bankana. Samt ætla ráðherrarnir að gera það. Það heitir lýðræði þar sem stjórnvöld stjórna í takt við vilja lýðsins. Við búum ekki við lýðræði. Við búum við auðræði, þar sem auðfólk ræður öllu. Mögulega þjófræði, þar sem þau sem sölsað hafa undir sig eigur og auðlindir almennings ráða öllu.

Þú gætir haft áhuga á þessumTengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: