- Advertisement -

Við búum saman í þessum heimi

Fólkið í Eflingu. Mynd og texti: Alda Lóa.

„Ég kom hingað í fyrsta sinn upp úr aldarmótum. Þá kom ég með systur minni sem ferðamaður að skoða landið. Ég kynntist manninum mínum í þeirri ferð. Ég fór heim til Tékklands og kom hingað aftur og var að rugga fram og til baka þangað til að ég tók ákvörðun um að setjast hér að.

Ég byrjaði á þessu vanalega að þrífa á hótelum fyrsta árið. Ég fór þennan rúnt, ræstingar, elliheimili og eitt ár á leikskóla og núna vinn ég hérna við umönnun á Hrafnistu og er mjög ánægð, þetta hentar mér vel. Það er yfirmaðurinn og gott starfsfólk hérna sem saman skapa þennan góða anda. Ég mun örugglega vinna hérna áfram í nokkur ár í viðbót. Mig langar að fara í nám í framtíðinni og líklega verður það eitthvað skylt aðhlynningu eða hjúkrun.

Ég vann á öðru dvalarheimili í Reykjavík áður en ég kom hingað. Ég var þar í sjö ár og tók félagsliðann samtímis á eigin kostnað, þau tóku ekki þátt í kostnaðinum af náminu eins og þau gera hérna á Hrafnistu.

Samstarfskona mín á þeim stað sparkaði í mig og ég fór í mál. Það voru fullt af vitnum að þessu ofbeldi það voru hins vegar eingöngu útlendingar sem voru hræddir um að missa vinnuna sína og þorðu ekki að ljá nafn sitt við kæruna. Niðurstaðan var sú að forstjórinn færði mig til í húsinu, hún færði ekki samstarfskonuna sem er íslensk vinkona hennar, heldur færði hún mig á aðra hæð og málið féll niður. Það tók mig tíma að taka ákvörðun og fara annað, ég var búin að festa rætur þarna og kynnast annars ágætu fólki. En loksins færði ég mig hingað yfir á Hrafnistu.

Ég hætti í vaktavinnu af því að það gengur ekki upp með barnauppeldinu. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn á leikskólaaldri og það er ekki hægt að leggja allt á ömmuna. Í Tékklandi er fæðingarorlofið tvö eða þrjú ár, þannig er kerfið enn þá eftir kommúnismann í Tékkóslóvakíu. En á móti fær maður sjaldnast gömlu vinnuna sína aftur eftir fæðingarorlofi og þá situr konan uppi atvinnulaus. Á Íslandi er maður þó öruggur um að halda starfinu sínu oftast eftir fæðingarorlofið sem eru þessir níu mánuðir en þá kemur á móti að þá vantar einhvern til þessa sinna barninu þegar maður þarf að byrja að vinna.

Hér eru ekki margir tékkar, ég þekki bara tvo aðra sem búa á Íslandi. Mér finnst þetta vera sama fólkið, Íslendingar og tékkar, svipuð viðhorf, eini munurinn á þessum þjóðum er tungumálið og maturinn. En ég finn meira frelsi á Íslandi til þess að vera ég sjálf.

Ég fer vestur með stelpurnar mínar að heimsækja afa og ef ég færi til útlanda þá vil ég skoða hluti og staði, ég hef ekki áhuga á að liggja á sólarströnd. Ég vil hins vegar ekki skulda neitt og ég fer ekki til útlanda ef ég á ekki fyrir því, ég skil ekki hvernig fólk fer að.

Ég var lítil þegar landið mitt klofnaði í Tékkland og Slóvakíu. Í Tékklandi eru mótmæli eins og annars staðar. Atvinnuleysi hefur aukist, fólk að leita sér að betri vinnu og fer frá einu landi í annað sem hefur áhrif á öll löndin. Það sem gerist í einu landi hefur áhrif á næsta land. Við búum í þessum heim saman.“

Miroslava Synkova er félagsliði á Hrafnistu og félagi í Eflingu. #fólkiðíeflinguSjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu: http://folkid.efling.is/

Description: Mynd frá Fólkið í Eflingu.

Við búum saman í þessum heimi

Fólkið í Eflingu. Mynd og texti: Alda Lóa.

„Ég kom hingað í fyrsta sinn upp úr aldarmótum. Þá kom ég með systur minni sem ferðamaður að skoða landið. Ég kynntist manninum mínum í þeirri ferð. Ég fór heim til Tékklands og kom hingað aftur og var að rugga fram og til baka þangað til að ég tók ákvörðun um að setjast hér að.

Ég byrjaði á þessu vanalega að þrífa á hótelum fyrsta árið. Ég fór þennan rúnt, ræstingar, elliheimili og eitt ár á leikskóla og núna vinn ég hérna við umönnun á Hrafnistu og er mjög ánægð, þetta hentar mér vel. Það er yfirmaðurinn og gott starfsfólk hérna sem saman skapa þennan góða anda. Ég mun örugglega vinna hérna áfram í nokkur ár í viðbót. Mig langar að fara í nám í framtíðinni og líklega verður það eitthvað skylt aðhlynningu eða hjúkrun.

Ég vann á öðru dvalarheimili í Reykjavík áður en ég kom hingað. Ég var þar í sjö ár og tók félagsliðann samtímis á eigin kostnað, þau tóku ekki þátt í kostnaðinum af náminu einsog þau gera hérna á Hrafnistu.

Samstarfskona mín á þeim stað sparkaði í mig og ég fór í mál. Það voru fullt af vitnum að þessu ofbeldi það voru hinsvegar eingöngu útlendingar sem voru hræddir um að missa vinnuna sína og þorðu ekki að ljá nafn sitt við kæruna. Niðurstaðan var sú að forstjórinn færði mig til í húsinu, hún færði ekki samstarfskonuna sem er íslensk vinkona hennar, heldur færði hún mig á aðra hæð og málið féll niður. Það tók mig tíma að taka ákvörðun og fara annað, ég var búin að festa rætur þarna og kynnast annars ágætu fólki. En loksins færði ég mig hingað yfir á Hrafnistu.

Ég hætti í vaktavinnu afþví að það gengur ekki upp með barnauppeldinu. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn á leikskólaaldri og það er ekki hægt að leggja allt á ömmuna. Í Tékklandi er fæðingarorlofið tvö eða þrjú ár, þannig er kerfið ennþá eftir kommúnismann í Tékkóslavakíu. En á móti fær maður sjaldnast gömlu vinnuna sína aftur eftir fæðingarorlofi og þá situr konan uppi atvinnulaus. Á Íslandi er maður þó öruggur um að halda starfinu sínu oftast eftir fæðingarorlofið sem eru þessir níu mánuðir en þá kemur á móti að þá vantar einhvern til þessa sinna barninu þegar maður þarf að byrja að vinna.

Hér eru ekki margir tékkar, ég þekki bara tvo aðra sem búa á Íslandi. Mér finnst þetta vera sama fólkið, íslendingar og tékkar, svipuð viðhorf, eini munurinn á þessum þjóðum er tungumálið og maturinn. En ég finn meira frelsi á Íslandi til þess að vera ég sjálf.

Ég fer vestur með stelpurnar mínar að heimsækja afa og ef ég færi til útlanda þá vil ég skoða hluti og staði, ég hef ekki áhuga á að liggja á sólarströnd. Ég vil hinsvegar ekki skulda neitt og ég fer ekki til útlanda ef ég á ekki fyrir því, ég skil ekki hvernig fólk fer að.

Ég var lítil þegar landið mitt klofnaði í Tékkland og Slóvakíu. Í Tékklandi eru mótmæli einsog annarsstaðar. Atvinnuleysi hefur aukist, fólk að leita sér að betri vinnu og fer frá einu landi í annað sem hefur áhrif á öll löndin. Það sem gerist í einu landi hefur áhrif á næsta land. Við búum í þessum heim saman.“

Miroslava Synkova er félagsliði á Hrafnistu og félagi í Eflingu. #fólkiðíeflinguSjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu: http://folkid.efling.is/

Description: Mynd frá Fólkið í Eflingu.



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: