- Advertisement -

Við hverju bjóst fólkið?

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Það starfsfólk sem hamaðist við að leggja steina í götur hennar verður nú að sættast á þá stöðu sem er uppi. Annað er ekki hægt. Það er eflaust súrt, en því miður.

Við hverju bjuggust starfsmenn Eflingar? Sólveig Anna hrökklaðist úr embætti formanns vegna þess hversu illa henni gekk að vinna með starfsfólki Eflingar. Hún sótti nýtt og öruggt umboð til félagsmanna Eflingar og stendur nú mjög sterkt.

Það starfsfólk sem hamaðist við að leggja steina í götur hennar verður nú að sættast á þá stöðu sem er uppi. Annað er ekki hægt. Það er eflaust súrt, en því miður.

Starf Eflingar er einkum starf fyrir félagsfólk. Alla vega fyrst og fremst. Það fólk sem treystir sér ekki til að vinna með rétt kjörinni forystu er í vanda. Flóknara er það ekki.

Lítt dugar að kasta rýrð á Sólveigu Önnu. Hún er óumdeildur formaður Eflingar. Veit hvað hún vill og hvert hún vill stefna. Margir hafa stigið yfir línuna vegna haturs á formanni Eflingar.

Sólveig Anna er bjartasta von láglaunafólks á Íslandi. Hún er kannski fyrirferðarmikil. Höfum hugfast að skapleysur vinna fáa sigra. Sólveig Anna hefur látið verkin tala. Hún hefur landað fínum samningum fyrir skjólstæðinga sína. Og ætlar að halda áfram á þeirri braut.

Nú er allra best að gefa henni frið til að vinna það verk sem hafið er. Enn veit enginn hversu margt starfsfólk Eflingar verður endurráðið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: