- Advertisement -

Við sýnum feitum fordóma

Mannlíf Embætti landlæknis hefur gefið út skýrslu um viðhorf almennings til holdafars og aðgerða til að draga úr mismunun á grundvelli holdafars á Íslandi. Hún byggir á könnun sem var unnin í tengslum við starf vinnuhóps á vegum velferðarráðuneytisins sem hafði það viðfangsefni að setja fram tillögur að aðgerðum til að draga úr tíðni offitu.

Meðal aðgerða sem þar eru nefndar var að fela Embætti landlæknis að kortleggja fitufordóma meðal Íslendinga og vinna gegn þeim. Könnunin var hluti af fjölþjóðlegri rannsókn og framkvæmd í samvinnu við Rudd stofnunina við Yale háskóla sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á fitufordómum um árabil.

Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að neikvæð viðhorf ríki hér á landi gagnvart feitu fólki. Þrír af hverjum fjórum svarendum sögðust eiga vini og 42% fjölskyldumeðlimi sem hefðu orðið fyrir stríðni eða óréttlæti vegna þyngdar sinnar.

Þá greindi helmingur svarenda með líkamsþyngdarstuðul í offituflokki frá því að hafa orðið fyrir stríðni, einn af hverjum þremur sagðist hafa orðið fyrir óréttlátri framkomu og fjórðungur fyrir mismunun á grundvelli þyngdar sinnar. Konur voru helmingi líklegri en karlar til að greina frá því að hafa orðið fyrir mismunun á grundvelli holdafars.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þrír af hverjum fjórum svarendum töldu einnig að stríðni eða einelti í tengslum við holdafar væri algengt og alvarlegt vandamál meðal barna.

Niðurstöður könnunarinnar undirstrika mikilvægi þess að vinna gegn fordómum og mismunun á grundvelli holdafars og velja ábyrgar leiðir til heilsueflingar sem stuðla jafnhliða að heilbrigðum lifnaðarháttum og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti.

Sjá nánar hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: