- Advertisement -

„Við viljum Bjögga“ – Ævintýri saman á ný

Hálf öld frá Popphátíðinni í Laugardalshöll þar sem Björgvin Halldórsson og Ævintýri sigruðu allt og alla.

Björgvin tekur á móti bikarnum til sönnunar um að hann er Poppstjarna Íslands, en ekki hefur verið kosið á ný.

„Við viljum Bjögga, Við viljum Bjögga,“ var öskrað í Laugardalshöllinni í september 1969 þegar þar var haldin Popphátíðin og Björgvin Halldórsson og hljómsveitin þar sem hann var söngvari, Ævintýri sigruðu.

Í Visi segir frá þeim tíma segir: „Þennan Bjögga hitti blaðamaður Vísis svo að tjaldabaki stuttu eftir að buið var að kjósa hann poppstjörnu ársins. Hann var rennandi sveittur eftir átökin, enda hafði hann farið í loftköstum um sviðið, stokkið upp á háan hátalara og gefið frá sér ótrúleg hljóð.

Við spurðum hann að því í mesta sakleysi, hvort hann héldi, að hann héldi röddinni lengi með þessu áframhaldi.

„Ég hélt það fyrst, sagði hann, að röddin myndi ekki þola þetta, en hún virðist duga nokkuð vel.“

Þú gerir mikið af þvf að fá fólkið til þess að opna munninn líka.

„Já, ég geri þetta alltaf. Ég finn mig ekki í þessu nema ég hafi fólkið með mér.

Ævintýri í banastuði. Þar var Bjögvin fremstur.

„Það er óskapleg „thrill“ í því að koma svona fram fyrir mörg þúsund áheyrendur. Og krakkarnir voru ágætir, nema ég segi kannski ekki að þeir hefðu mátt hlusta dálítið betur á músíkina stundum,“ sagði þessi átján ára Hafnfirðingur.

Ævintýri er þriðja „gráppan“ sem Björgvin syngur með, en hann byrjaði sinn feril með Bendix fyrir þremur árum.

Nú mun vera hafinn undirbúningur að endurkomu hljómsveitarinnar. Æfingar munu ekki vera hafnar.

Auk Björgvins skipuðu hljómsveitina árið 1969 gítarleikararnir Arnar Sigurbjörnsson og Birgir Hrafnsson, Sigurjón Sighvatsson var bassaleikari og á trommur lék Sveinn Larsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: