- Advertisement -

Viðrekstur í horni Viðreisnar

Fleiri gagn­rýndu list­ann á sín­um tíma og ræddu við dóms­málaráðherra.

Ekki er nú lyktarlaust í horni Viðreisnar. Þingmenn flokksins eiga sín spor í dómaraskandalnum. Svo segir Davíð Oddsson í Staksteina dagsins.

Hér er upprifjun Hádegismóabóndans:

„Stund­um er gott að rifja upp, jafn­vel hluti, sem þegar hafa verið rifjaðir upp. Fyr­ir rúmu ári birt­ist frétt á mbl.is und­ir fyr­ir­sögn­inni „Viðreisn stöðvaði lista dóm­nefnd­ar“. Þar er vitnað í orð Hönnu Katrín­ar Friðriks­son, sem þá var þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, á opn­um fundi þing­flokks­ins í júní 2017: „Það vor­um við sem rák­um hana til baka vegna þess að við hefðum ekki hleypt fyrri list­an­um í gegn.“

Þarna var Hanna Katrín að tala um lista dóm­nefnd­ar yfir þá sem hún taldi hæf­asta til að gegna embætt­um dóm­ara við Lands­rétt. Skipa þurfti 15 dóm­ara og taldi nefnd­in 15 hæfa, 10 karla og fimm kon­ur, og gaf því dóms­málaráðherra ekk­ert svig­rúm. Sú af­greiðsla nefnd­ar­inn­ar og hugs­an­leg mis­beit­ing á umboði sem hratt í raun þeirri at­b­urðarás af stað, sem í gær leiddi til þess að Sig­ríður And­er­sen steig til hliðar, hef­ur merki­lega litla um­fjöll­un fengið.

Fleiri gagn­rýndu list­ann á sín­um tíma og ræddu við dóms­málaráðherra, þar á meðal Bene­dikt Jó­hann­es­son, þáver­andi formaður Viðreisn­ar og fjár­málaráðherra, Óttar Proppé, þáver­andi formaður Bjartr­ar framtíðar og heil­brigðisráðherra, og Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar og þáver­andi fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra.

Það var sem sagt ástæða til að gera hana aft­ur­reka með list­ann, en eng­in ástæða til að styðja hana þegar við því var orðið. Þess í stað var málið per­sónu­gert í henni. Tæki­færis­mennska eða gull­fiskam­inni?“

Þetta var það helsta úr Mogga dagsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: