- Advertisement -

Vigdís verður ekki beðin afsökunar

Afsökunarbeiðnir og fyrirgefningar eru fallegar mannlegar athafnir sem geta, ef vel tekst til, grætt sár og sætt fólk.

„Tillögu Miðflokksins um að æðstu embættismenn borgarinnar biðji afsökunar á framferði sínu gagnvart kjörnum fulltrúa var vísað frá á fundi borgarráðs. Með því eru kjörnir fulltrúar að slá skjaldborg um gjörðir og orð embættismannana. Slíkt er óásættanlegt fyrir lýðræðið,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir eftir að tillögu hennar um að hún verði beðin afsökunar var vísað frá.

Borgarráðsfulltrúar meirihlutaflokkanna bókuðu einnig um málið:

„Með tillögunni er komin fram sú ósk eins borgarfulltrúa að tiltekinn aðili biðji hana afsökunar. Afsökunarbeiðnir og fyrirgefningar eru fallegar mannlegar athafnir sem geta, ef vel tekst til, grætt sár og sætt fólk. Það er ekki okkar mat að slíkum athöfnum sé greiði gerður með því að opinber ráð fyrirskipi þær eða hafi skoðun á réttmæti þeirra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: