- Advertisement -

Víkingar fá Safarmýrina

Knattspyrnufélagið Víkingur mun fá meginhluta aðstöðu Fram í Safamýri þegar Framarar flytja alfarið í Úlfarsárdal. Þar er verið að gera trúlega magnaðasta íþróttasvæði landsins.

Í borgarráði var þetta samþykkt:

„Lagt er til að borgarráð samþykki að íþrótta- og tómstundasviði (ÍTR) verði falið, í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), að ganga til samninga við Knattspyrnufélagið Fram í Safamýri eftir flutning Fram á nýtt félagssvæði þess í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að núverandi íþróttamannvirki Fram í Safamýri, íþróttahús og gervigrasvöllur, verði eign Reykjavíkurborgar og verði falin Knattspyrnufélaginu Víkingi til reksturs með sérstökum þjónustusamingi þegar Fram hefur flutt starfsemi sína í Úlfarsárdal. Núverandi grasæfingasvæði í Safamýri verða tekin til annarar þróunar. Nauðsynlegt er að Knattspyrnufélagið Fram, Knattspyrnufélagið Víkingur, fulltrúar íbúa, ÍBR og íþrótta- og tómstundasvið hefji þegar þessa breytingu á íþróttastarfi í Safamýri. Menningar- íþrótta- og tómstundaráði skal falið að sinna stefnumótun og eftirliti með verkefninu af hálfu borgarinnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: