- Advertisement -

Vilhjálmur keypti sér líka gult vesti

„Á síðustu 12 mánuðum hafa verðtryggðarskuldir heimilanna hækkað yfir 50 milljarða og miðað við verðbólguspár bíður 60 milljarða reikningur til viðbótar á næstu 12 mánuðum til handa íslenskum heimilum sem eru með verðtryggð lán,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ.

„Eins og flestir vita þurfa íslensk heimili einnig að greiða 3% hærri raunvexti en í þeim löndum sem við gjarnan viljum bera okkur saman við, sem þýðir að íslensk heimili greiða tæpa 60 milljarða meira á hverju einasta ári í vaxtakostnað miðað við vaxtakjör sem bjóðast t.d. á Norðurlöndunum.

Vaxta og verðtryggingarofbeldið sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum er boðið upp á ár eftir ár verður að linna og það strax.

Mitt mat er að það er ekki hægt að láta stjórnmálaflokka komast upp með það að svíkja og blekkja kjósendur sína kosningar eftir kosningar, stjórnmálaflokkar sem lofa kjósendum sínum ítrekað að ef þeir komast í ríkisstjórn þá verði hagsmunir alþýðunnar og heimilanna teknir fram yfir hagsmuni fjármálaelítunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á þessari forsendu m.a. fékk ég mér gult vesti í dag eins og félagi minn Ragnar Þór og svo er bara spurning hvort maður verður nauðbeygður að nota það á komandi ári!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: