- Advertisement -

Vinstri menn fóru gegn bankamönnum

Brynjar Níelsson:
Þessi aðferð hent­ar sér­stak­lega vel stjórn­mála­flokk­um þar sem mál­efn­astaðan er fá­tæk­leg.

„Þegar þjóðir verða fyr­ir áfalli er nauðsyn­legt að finna söku­dólga og banka­menn­irn­ir sem hafði verið lyft upp á stall og marg­verðlaunaðir lágu vel við höggi. Þessi aðferð hent­ar sér­stak­lega vel stjórn­mála­flokk­um þar sem mál­efn­astaðan er fá­tæk­leg,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Moggann í dag. Hann styðst við bók Sigurðar Más Jónssonar um afnám hafta.

„Umræðan var á þann veg að alþjóðleg bankakreppa væri í raun ein­göngu hér á landi og stafaði af óheiðarleg­um banka­mönn­um sem bæru al­farið sök á ástand­inu. Einn ráðherra vinstri­stjórn­ar­inn­ar orðaði það svo að ís­lensk­ir banka­menn væru þeir verstu í heimi. Þessi aðferð að leita söku­dólga hér á landi við alþjóðleg­um krepp­um er ekki ein­ung­is röng, held­ur bein­lín­is heimsku­leg. Þetta hljómaði að sjálf­sögðu vel í eyr­um er­lendra kröfu­hafa, sem komu skipu­lega á fram­færi upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla. Þeir væru fórn­ar­lömb óprútt­inna banka­manna og eðli­legt að lög­gjöf­in tæki mið af því,“ skrifar Brynjar og svo æsist leikurinn.

„Hér gegndu fjöl­miðlamenn eins og Þórður Snær hjá Kjarn­an­um og Sigrún Davíðsdótt­ir hjá Rík­is­út­varp­inu lyk­il­hlut­verki. Þessi væn­i­sýki náði há­marki í Ices­a­ve-mál­inu, en þar komst trommu­leik­ar­inn Vil­hjálm­ur Þor­steins­son, eig­andi Kjarn­ans og þáver­andi gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að þeirri niður­stöðu að okk­ur bæri siðferðis­leg skylda til að greiða er­lend­um kröfu­höf­um bankainni­stæðurn­ar óháð því hver niðurstaða inn­lendra sem alþjóðlegra dóm­stóla yrði.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: