- Advertisement -

„Völd­in og stjórnræði spilla mann­legu eðli“

Pen­ing­ar og græðgi.

Stundum opna þau sem hafa mikið vald, eða haft, gluggann. Draga frá. Það gerir Guðni Ágústsson í Moggagrein í dag. Sem reyndar á að vera einhverskonar sendibréf til Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn og Guðni er fjarri sammála um Evrópusambandið. Guðni, sem er fyrrum ráðherra og formaður Framsóknar, þekkir til  innanhúss þar sem valdafólk er og starfar. Hann segir:

„Það hef­ur aldrei verið brýnni þörf en nú að taka til umræðu hvernig EES hef­ur yf­ir­tekið bæði lög­gjöf og vald hér sem aldrei var á dag­skrá. Orku­auðlind­ir og land­búnaðar­mál voru í upp­hafi utan við EES. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur breyst eins og SÍS á löng­um tíma. Völd­in og stjórnræði spilla mann­legu eðli. Pen­ing­ar og græðgi ESB tröllríða her­búðunum í Brussel. Íslenska þjóðin hef­ur aldrei kosið um þessa veg­ferð, hins veg­ar kaus hún Icesave af hönd­um sín­um, ekki einu sinni held­ur tvisvar.“

Það er og. Auðvitað vissum þetta með völdin, stjórnræðið og mannlegt eðli. Samt er að fá það undirstrikað af og til. Hafi Guðni þakkir fyrir. Hér fara lokaorð greinar Guðna í Mogganum í dag:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hvar er þjóðar­vilj­inn? Við vit­um að þing­vilj­inn er í dái. Ég minni hið nýja þing á að það er Alþingi sem set­ur starfs­regl­urn­ar í okk­ar þjóðfé­lagi.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: