- Advertisement -

Willum settur í skítverkin

Willum Þór fær ljótasta verkefni ríkisstjórnarinnar til þessa. Honum er gert að flytja frumvarp á Alþingi. Frumvarp sem er beint gegn Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Fjöldi fólks ber mikið traust til Þórólfs. Á meðan standa stjórnmálamenn í skugganum. Þeir þola ekki lengur við.

Ráðherrarnir ætla að níu manna farsóttanefnd taki við verkum sóttvarnarlæknis. Nefndinni verður gert að leggja til­lög­ur fyrir heil­brigðisráðherra um beit­ingu veiga­mestu op­in­beru sóttvarnaráðstafana.

Ráðherrarnir vilja meira. Þeir ætla að tryggja að þeir skipi sóttvarnarlækni. Til komi einn pólitíska ráðningin. Miðað við hversu illa gengur að skipa ráðuneytisstjóra kann að fara svo að nóg verði að gera hjá umboðsmann Alþingis.

Willum Þór fær strax að vita að það kostar eitt og annað að þiggja ráðherrastól. -sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: