- Advertisement -

Yfirstéttin hamast gegn launakröfum verkafólks

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Atvinnurekendur og yfirstéttin hamast nú gegn launakröfum Starfsgreinasambandsins og verkalýðsfélaganna. Þeir segja, að kröfur SGS muni leiða til verðbólgu, verði þær samþykktar og jafnvel er spáð, að þær leiði til nýs hruns. Þessar heimsendaspár heyrðust hins vegar ekki, þegar laun ráðherra, þingmanna, embættismanna, forstjóra og annarra í yfirstéttinni voru hækkuð.

Mönnum er enn í fersku minni hvernig yfirstéttin rakaði til sín fjármunum, ofurlaunum á undanförnum misserum. ASÍ, undir forustu Gylfa Arnbjörnssonar, barðist vasklega gegn þessum ósóma.

En það eina, sem ríkisstjórnin gerði var að leggja niður kjararáð en engar ofurlaunahækkanir voru afturkallaðar ekki einu sinni launahækkun þingmanna og ráðherra. Laun þingmanna hækkuðu um 75% frá 2013 og fóru í 1,1 milljón kr. á mán. fyrir skatt fyrr utan allar aukagreiðslurnar, húsnæðisstyrki, bílastyrki, skrifstofustyrki, utanferðastyrki, álag vegna formennsku nefnda, vegna forsetastarfa þingsins, vegna formennsku í flokkum o.fl. o.fl. Ráðherralaun hækkuðu um 64% og fóru í 1,8-2 millj. á mánuði fyrir skatt á mánuði. En aukagreiðslur og hlunnindi ráðherra eru miklu meiri en þingmanna.
Þeir þurfa eiginlega aldrei að taka upp veskið. Ríkið, skattgreiðendur greiða fyrir þá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í framhaldi af ofurlaunum stjórnmálastéttarinnar hafa embættismenn, dómarar, prestar, biskup, forstjórar ríkisfyrirtækja o.fl. fengið ofurlaunahækkanir líka og síðan hefur þetta smitað út um allt þjóðfélagið til einkafyrirtækja en þar hafa forstjórar og millistjórnendur fengið enn meiri hækkanir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: