- Advertisement -

Ýtt á fátækrastyrk sveitarfélaga

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, er í löngu og fínu viðtali í Mogganum. Þar er mikið rætt um starfsgetumat.

„Stjórnvöld þurfa að byggja upp traust því þau njóta ekki mikils trausts í þessum hópi. Fólk hefur fylgst með reynslunni af starfsgetumati í öðrum löndum og er mjög hrætt við þetta. Þessi hópur hefur það slæmt og vill ekki lenda í því að hafa það verra. Starfsgetumat og viðeigandi aðlögun að vinnumarkaði þarf að vera samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur verið fullgiltur hér og við vonum að hann verði lögfestur fljótlega.“

Og hún segir versta afleiðinguna vera ef fólk með starfsgetumat en án vinnu lenti á atvinnuleysisskrá um tíma og væri svo ýtt þaðan á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum.

Þau ykkar sem eru áskrifendur að Mogganum ættuð að lesa allt viðtalið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: