- Advertisement -

Birgitta kýs Sósíalistaflokkinn

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og stofnandi Pírata, ætlar að kjósa Sósíalistaflokkinn í kosningunum á laugardaginn.

„Ég er loksins búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa. Það var ekkert sérstaklega auðvelt í þetta sinn. Mikið væri gaman að sjá flokkana sýna á spilin með hvað þeir ætla að gera saman. Það er ekki nóg að lofa öllu fögru eins og flokkarnir séu einir um að mynda meirihluta. Það kallar alltaf á sár vonbrigði kjósenda,“ skrifaði hún á Faebook fyrir fáum mínútum.

Í athugasemdum við skrifin, þar sem hún er spurð hvort hún ætli að kjósa sósíalista, svarar hún:

„Setti eftirfarandi á vegginn þeirra 🙂 Ég hef ákveðið að kjósa ykkur í þetta sinn. Ástæða þess er að ég vil að þið komist að borðinu og gefið fundið leið til að virkja hið stóra og fjölbreytta bakland sem nú þegar er til staðar og hefur verið virkjað ótrúlega hratt og vel hjá ykkur. Ég geri engar aðrar væntingar en þær að þið nýtið ykkur alla þá þekkingu og kraft sem er að vakna og gefið öllu þessu fólki verkfæri til að fá að beita sér af fullum krafti.2


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: