- Advertisement -

Ræða innanhússvandann opinberlega

Ragnar Önundarson bendir á ansi skemmtilegan flöt úr fréttum síðustu daga. Hann skrifar:

„Undarlegt finnst mér að frkvstj. SA skuli vera daglega í fjölmiðlum með hræðsluáróður gegn viðsemjendum sínum á meðan samningaviðræður fara fram.

SA hafa samt ekki rætt rætur vandans, sem er og hefur lengi verið að stór hópur afgreiðir sig sjálfur hvað laun varðar og finnst sjálftakan bara sjálfsögð. SA þurfa að athuga að vandinn er að aukast: Öll helstu fyrirtæki og allar helstu greinar atvinnu- og viðskiptalífsins eru orðin háð fákeppni. Það eru m.ö.o. ekki bara forstjóralaunin, heldur allar helstu neysluvörur og þjónusta sem almenningur verður að kaupa sem eru á valdi sjálftökuliðsins. Þetta er eitt helsta drifhjól samþjöppunar auðs í landinu.

SA ættu að tjá sig innanhúss, því vandinn er innanhúss hjá þeim.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: