- Advertisement -

Fékk átta prósent og völdin

Þegar ég horfði á fréttir Stöðvar 2 og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs, kvartaði sáran yfir hversu langan tíma borgarstjórnarfundirnir taka. Fram kom að hún og félagi hennar í Pawel Bartoszek óskuðu eftir upplýsingum um hversu mikið kostar fóðra borgarfulltrúa, varaborgarfulltrúa og starfsfólk allt þegar fundir standa fram eftir kvöldi. Ljóst er að þau ætluðu að koma höggi á minnihlutann, stjórnarandstöðuna.

Höggið reyndist klámhögg. Fyrst er að nefna að þau fengu kolrangar upplýsingar. Sem eitt og sér segir mikið. Borgarstjórn fundar annan hvern þriðjudag og byrjar fundina klukkan tvö eftir hádegi. Langir fundir á tveggja vikna fresti eru að gera út af við Viðreisnarfólkið.

En skoðum Viðreisn. Flokkurinn fékk 8,2 prósent í borgarstjórnarkosningunum. Og fengu tvo borgarfulltrúa af 23. Þáverandi meirihluti kolféll en endurnýjaði líf sitt með Viðreisn. Núverandi meirihluti hefur 12 af 23 fulltrúum. Viðreisn er í lykilstöðu sem sést best á því að tvö æðstu embætti borgarinnar. Það er forseta borgarstjórnar og formann borgarráðs. Borgarstjóri er síðan ráðinn og vinnur ekki síst í umboði Viðreisnar.

Fyrri meirihluti kolféll. Endurlífgun hans er á ábyrgð Viðreisnar. Átta prósenta flokkur ræður því sem hann vill ráða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: