- Advertisement -

Krónuhagkerfið er myllusteinn um háls íslenskrar alþýðu

Krónan mun ekki koma í veg fyrir atvinnuleysi.

Úlfar Hauksson skrifar:

Þetta viðtal við seðlabankastjóra er fyrir marga hluta sakir mjög áhugavert. Aðaláherslan er að bera í bætifláka fyrir krónuhagkerfið. Herkostnaðurinn við krónuhagkerfið er mikill og kemur skýrt fram í þessu viðtali. Krónan mun ekki koma í veg fyrir atvinnuleysi og hér mun alþýða upplifa tvöfalt hallæri; atvinnuleysi og hríðfallandi gengi krónuræfilsins með tilheyrandi kjararýrnun og óstöðugleika. Alveg eins og í Hruninu. Svo eru almenn lögmál og sértæk lögmál heimfærð yfir á Ísland eftir hentugleika án rökstuðnings!

Bankastjórinn talar svo fyrir gjaldeyrishömlum ef ekki höftum sem er birtingarmynd herkostnaðarins við krónuræfilinn. Auðvitað maka einhverjir krókinn í svona ástandi og þá á kostnað almennings. Nú er ein evra að nálgast HUNDRAÐ SEXTÍU OG FJÓRA krónuræfla þrátt fyrir að Seðlabankinn dæli út gjaldeyri úr hirslum sínum í viðleitni til að verja gengið…. og verðbólgudraugurinn lúrir bak við hornið með sitt glott…. Krónuhagkerfið er myllusteinn um háls íslenskrar alþýðu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: