- Advertisement -

Ætlar ASÍ að treysta Boga Nils og Halldóri Benjamín?

Áfram Sólveig Anna! Þetta er baráttuandinn sem er alveg nauðsynlegur…

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Ætlar ASÍ að treysta klíkunni sem Bogi Nils hjá Icelandair og Halldór Benjamín hjá Samtökum atvinnulífsins tilheyra og fyrirgefa þeim öll brotin gagnvart starfsfólkinu núna korteri fyrir lokin á hlutafjárútboði Icelandair? Ég trúi því ekki! Afstaða Sólveigar Önnu er skýr og hún segir koma til greina að sniðganga Samtök atvinnulífsins í framtíðinni. Hún bendir á að SA sé nú í höndunum á mjög lítilli klíku innan Sjálfstæðisflokksins. „Og þetta er sama klíka og hefur hreiðrað um sig inn í Icelandair og tengslin þarna á milli eru náttúrulega með ólíkindum. Hugmyndafræðin sem þetta fólk lifir eftir er þessi grimmilega nýfrjálshyggja menntaskólaræðuklúbbsins. Það er ekki hugmyndafræði sem maður sér sem góða til þess að byggja samfélagslega nálgun á,“ áréttar hún.

Hún segir jafnframt að verkalýðshreyfingin geti sniðgengið Samtök atvinnulífsins í framtíðinni enda sé framkoma samtakanna svo svívirðileg. „Ef þetta á að vera svona þá getum við bara sagst ætla að semja við einstök fyrirtæki eða við einhver önnur samtök en Samtök atvinnulífsins. Við skulum líka átta okkur á því að það eru bara fáir atvinnurekendur innan Samtaka atvinnulífsins. Ég get líka sent frá mér – og stjórn Eflingar – einhliða yfirlýsingu um hverjir kauptaxtarnir eigi að vera fyrir aðgang að vinnuafli fólks.“

Ef menn halda…

Hún telur að baráttuvilji íslensks verkafólks sé mikill og að Efling, undir hennar forystu, sé tilbúin að skoða það að fara í allsherjar sniðgöngu á Samtökum atvinnulífsins. „Ef menn halda að þeir geti farið fram með þessum hætti og að því verði bara tekið þá er það ekki svo. Ég er mjög tilbúin að fara í þá vegferð að sýna þeim fram á það,“

Áfram Sólveig Anna! Þetta er baráttuandinn sem er alveg nauðsynlegur fyrir aukinn kraft og aukið vald verkalýðshreyfingarinnar launafólki til heilla.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: