- Advertisement -

Þvílík skömm – nú eru þær látnar standa í röð til að fá mat fyrir sig og börnin sín

Ótrúlegt að hugsa til þess að Samtök atvinnulífsins ætli nú í stríð við hreyfingu vinnandi fólks.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Þvílík skömm. Fólk hefur unnið á lágmarkslaunum og knúið áfram hjól hagvaxtarins sem skilað hefur stórkostlegum gróða fyrir einstaka kapítalista. Nú eru þessar manneskjur látnar standa í röð til að fá mat fyrir sig og börnin sín. Þetta fólk hefur ekki getað lagt neitt fyrir eða eignast sitt eigið húsnæði; þegar þú stritar fyrir lágmarkslaun áttu aldrei neitt eftir. Því sem næst allar ráðstöfunartekjur hafa farið í svívirðilegan húsnæðiskostnað á gróðavæddum húsnæðismarkaði á einu dýrasta landi í heimi.

Ég er miður mín yfir þessu ástandi. Og það er ótrúlegt að hugsa til þess að Samtök atvinnulífsins ætli, á þessari erfiðu stundu, í stríð við hreyfingu vinnandi fólks á Íslandi, í stað að sýna örlitla auðmýkt og viðurkenna að láglaunafólkið hefur verið látið axla endalausar byrðar, og það er einstaklega tímabært að mæta því og fulltrúum þeirra með útrétta sáttarhönd. Einstaklega tímabært að byrja að vinna að einhverju sem kalla mætti í það minnsta tilraun til efnahagslegs réttlætis.

„Ein þeirra er Kasia, hún er frá Póllandi, er einstæð og á þrjú börn. Hún missti vinnuna fyrir fjórum mánuðum, í upphafi faraldursins. „Áður var ég í vinnu og fékk nóg laun til að ná endum saman. Nú er það erfitt, ekki bara vegna Covid. Ég er að leita að vinnu en það er mjög erfitt. Ég þarf að borga leigu og margt annað. Þetta er erfitt,“ segir hún.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: