- Advertisement -

Lífeyrissjóðirnir hafa á laun verið notaðir í þágu auðmanna

Við eigum þessa peninga og viljum ráða því hvernig þeim er varið.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Fimm þúsund milljarðar! Við eigum svo mikla peninga í lífeyrissjóðunum að við verðum strax á nýju ári að krefjast þess að allt verði opnað svo við sjáum svart á hvítu hvernig farið er með og hefur verið farið með alla þessa fjármuni. Út úr þeirri rannsókn mun koma eitt stórt hneyksli því sjóðirnir hafa á laun verið notaðir í þágu auðmanna. Og passað að það komist ekki upp með lélegu eftirliti, réttum lagasetningum, leyndarhyggju og þöggun. Það hefur verið spilað með okkur og það all hressilega.

Þessu verður að linna. Verkalýðshreyfingin verður að taka á þessu fyrir okkar hönd. Ganga rösklega til verks og láta ekki fjársterka aðila og stjórnvöld sem starfa í þeirra þágu kúga sig. Við eigum þessa peninga og viljum ráða því hvernig þeim er varið í okkar þágu en ekki auðvaldsins.

Eins og Ragnar Þór formaður VR rekur í þessari grein hafa lífeyrissjóðirnir þagga niður stór og víðamikil mál þar sem farið var freklega á svig við hagsmuni almennings, stórum fyrirtækjum og auðmönnum í hag. Allskonar lögbrot hafa líka verið þögguð niður eða ekki viðurkennd því það hefur komið illa út fyrir trúverðugleika sjóðanna.

„Sjóð­irnir hafa verið og eru not­aðir í valda­brölti við­skipta­blokka í atvinnu­líf­inu. Þeir eru hljóðir og afskipta­litlir með­eig­endur sem spyrja ekki spurn­inga og þora ekki að hafa hátt, rugga engum bátum en tryggja valda­miklum minni­hluta­eig­endum skjól til að ráða öllu í stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins,“ segir Ragnar Þór.

Verkalýðshreyfingin hefur setið hjá of lengi. Nú verður hún að taka sig taki og ganga í málið, fletta við öllum steinum og fara með stækkunarglerið á alla gjörninga lífeyrissjóðanna. Og að sjálfsögðu skipta út stjórnum og fá þar inn fólk sem fyrst og fremst vinnur í þágu launafólks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: