- Advertisement -

Hvað getur Seðlabankinn annað gert en að hækka stýrirvexti í verðbólgu?

Ragnar Þór Ingólfsson.

Hvað getur Seðlabankinn annað gert en að hækka stýrirvexti í verðbólgu?

  • 1. Stýrivextir taka 6 til 14 mánuði að hafa áhrif á hagkerfið svo að Seðlabankinn getur beðið eftir því að þær miklu hækkanir sem dunið hafa á skuldsettum heimilum, leigjendum og fyrirtækjum fari raunverulega að bíta.
  • 2. Seðlabankinn hefði getað hækkað vexti, eingöngu, á nýjum lánum sem hefði haft mikil áhrif á útlánaþennslu og húsnæðisarkað, sem nú er botnfrosinn, en um leið hlýft þeim sem harðast verða úti.
  • 3. Seðlabankinn hefði getað beint útlánum, auknu peningamagni í umferð, í ríkara mæli yfir í uppbyggingu á húsnæðismarkaði.
  • 4. Seðlabankinn gæti tekið upp þrepaskiptan skyldusparnað, eftir tekjum, til að slá á einkaneyslu og auka sparnað þeirra sem skulda minna, og eyða meira, en vaxtahækkanir bíta síður á. Skyldusparnaður væri þannig enginn á millitekjuhópa og undir en stighækkandi eftir tekjum eftir það. Þannig væri gríðarleg tilfærsla frá öllum skuldsettum heimilum og fyrirtækjum, yfir í bankakerfið, minni. Hægt væri að opna á útgreiðslur á skyldusparnaði ef innspýtingar er þörf.
  • 5. Hlusta á Lagarde, Seðlabankastjóra Evrópu, sem hefur bent á þá staðreynd að stýrivextir bíta visst mikið á þá verðbólgu sem nú er í heiminum. Hún mun koma niður hvort sem seðlabankar hækka vexti eða ekki.
  • 6. Hlusta á Dr. Ásgeir Brynjar Torfason sem hefur ítrekað bent á að bankar í Evrópu þurfi ekki og hækka ekki vexti nema að hluta til þegar stýrivextir eru hækkaðir. Og Ólaf Margeirsson sem hefur hvatt til þjóðarátaks í húsnæðismálum og vinna þannig niður rót vandans í stað þess að auka hann enn frekar.
  • 7. Að þrýsta á stórfellda uppbyggingu á húsnæðismarkaði til að minnka sveiflur og bregðast þannig við helsta áhrifaþætti hárrar verðbólgu á Íslandi til lengri tíma litið.
  • 8. Hvetja stjórnvöld, banka og fyrirtæki að stilla arðsemi í hóf og taka þannig þátt í að halda niðri helstu áhrifum verðbólgu nú um stundir. Sýna samfélaginu ábyrgð og virðingu.
  • 9. Hvetja lífeyrissjóði til að hefja stórfelldar fjárfestingar í uppbyggingu á húsnæðismarkaði í stað þess að fara með gríðarlegt fjármagn úr landi með tilheyrandi áhrifum á gengi krónunnar.
  • 10. Hvetja sveitarfélög til að stórauka framboð af byggingarhæfum lóðum til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði til að þrýsta á liði 3,7, og 9.
  • 11. Að hlusta ekki á aðalhagfræðinga bankanna sem öskra á meiri hækkun vaxta og meiri arðsemi.
  • 12. Að kalla eftir leiguþaki og hvalrekaskatti á ofurgróða fyrirtækja.
  • 13. Að hugsa um fólkið í landinu og afleiðingar gjörða sinna.
  • 14. Að viðurkenna hagstjórnarmistök Seðlabankans og afleiðingar þess á hárri verðbólgu á Íslandi. Og hugsa út fyrir boxið til tilbreytingar!

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: