- Advertisement -

Á í fórum mínum nokkrar álkrónur

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Horfði á með Steinunni gamlan þátt í sjónvarpi. Þetta var viðtalsþáttur í orðsins fyllstu merkingu. Eins og Skúli heitin Halldórsson var skemmtilegur maður og hafði frá mörgu að segja. En ekki ein einasta mynd, ekki eitt einasta lag spilað, ekki einu sinni stoppað og klippt til þess að bæta úr ofurlitlu minnisleysi. Þessi dagskrárgerð var til skammar!

Held að ég eigi einhversstaðar í fórum mínum nokkrar álkrónur. Þær vor slegnar nokkru fyrir myntbreytingu og voru kallaðar flotkrónur, því hægt var að lata þær fljóta á vatni glasi. Kannski kominn tími á svoleiðis aftur?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrra sumarið sem ég var í Engihlíð var enn búið á Miðgili. Fór þangað stöku sinnum en ekki oft. Þar var barnafjöld en ég fór samt miklu oftar fram að Glaumbæ, þar sem Pétur Reimarsson var í sveit, eða að Fremstagili og þekki suma krakkana þaðan enn. Á Miðgili var rafstöð, bæjarlækurinn virkjaður. Þegar þau Georg og Svana fóru frá Miðgili var líklega bara troðið strigapoka í rörið sem veitti vatninu að rafalanum. Eitt síðsumarkvöld 1963 brá fólki í brún þegar yfirgefin bæjarhúsin á Miðgili lýstust skyndilega upp. Það var óneitanlega skrýtið en líklega höfðu pokadruslurnar bara einhvern veginn farið úr inntakinu!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: