- Advertisement -

„Alvarlegur annmarki“ við vörslu kjörgagna

„Sé þetta allt virt verður að telja að alvarlegur annmarki hafi verið á vörslu kjörgagnanna sem meta þarf hvort ætla megi að hafi haft áhrif á úrslit kosninganna í skilningi 3. mgr. 120. gr. laga um kosningar til Alþingis,“ sagði Birgir Ármannsson á Alþingi í gær.

Þrátt fyrir alvarlegan annmarka hefur Alþingi ákveðið að láta slag standa. Ögn fyrr í ræðu sinni sagði Birgir:

„Þá liggur fyrir að á meðan yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis gerði hlé á fundi sínum sunnudaginn 26. september 2021 voru kjörgögn geymd í opnum kössum í rými sem ekki var læst að öllu leyti eða innsiglað og öryggismyndavélar náðu ekki til. Jafnframt liggur fyrir að fjórir starfsmenn Hótels Borgarness höfðu aðgang að því svæði þar sem kjörgögnin voru geymd. Hafa þeir gert grein fyrir ferðum sínum og ástæðum þeirra. Af málsatvikalýsingu greinargerðarinnar er ljóst að umferð starfsfólks hótelsins var einna helst í fremri sal þar sem það vann við frágang. Þegar starfsfólkið hverfur í stutta stund úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Af gögnum málsins má ráða að einungis tveir starfsmenn af fjórum hafi farið inn í talningarsal í þeim tilgangi að sinna störfum sínum, sem voru að gæta að læsingu bakdyra í talningarsal og til að taka saman óhreint leirtau. Jafnframt hafi starfsmenn staðið við inngang talningarsalarins og tekið myndir af talningarsalnum. Þá kemur til álita að bakdyr í talningarsal hafi verið læstar kl. 7.14 eða kl. 8.15 en ekki er ljóst hvenær þeim var læst. Loks liggur fyrir að þegar oddviti yfirkjörstjórnar mætti á talningarsvæðið kl. 11.59 var hann þar einn úr yfirkjörstjórn þar til næsti kjörstjórnarmaður kom kl. 12.35 en samkvæmt upplýsingum lögreglu var starfsfólk hótelsins á sama tíma á ferðinni inn og út úr fremri sal,“ sagði Birgir formaður nefndarinnar.

„Sé þetta allt virt verður að telja að alvarlegur annmarki hafi verið á vörslu kjörgagnanna sem meta þarf hvort ætla megi að hafi haft áhrif á úrslit kosninganna í skilningi 3. mgr. 120. gr. laga um kosningar til Alþingis,“ sagði Birgir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„eitt og eitt atkvæði hafi mislagst í atkvæðabunkum“.

„Er þá haft í huga að við seinni talningu atkvæða urðu umtalsverðar breytingar á atkvæðatölum framboða, sem áhrif höfðu á úthlutun jöfnunarsæta í kjördæminu og á landsvísu. Þannig fjölgaði til að mynda heildaratkvæðum um tvö, auðum seðlum fækkaði um 12 og ógildum seðlum fjölgaði um 11. Þá fækkaði atkvæðum C-lista um níu og atkvæðum D-lista fjölgaði um 10, en þar af voru átta atkvæði í atkvæðabunka C-lista og tvö önnur atkvæði sem höfðu mislagst í aðra bunka. Aðrar breytingar á atkvæðatölum framboðslista, t.d. um fjölgun atkvæða um fimm hjá B-lista og um fækkun um fimm hjá M-lista hafa af hálfu yfirkjörstjórnar verið skýrðar svo að „eitt og eitt atkvæði hafi mislagst í atkvæðabunkum“. Hefur kjörstjórnin útskýrt breytingarnar svo að um „mannleg mistök“ hafi verið að ræða.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: