- Advertisement -

Árni Páll fær á baukinn

STJÓRNMÁL Oddný Harðardóttir, samþingkona Árna Páls Árnasonar, átti von á annarri sendingu frá formanni sínum en þá sem hún fékk í bréfi formannnsins:

„Ég átti ekki von á svona bréfi frá formanni Samfylkingarinnar eins og hann sendi út til Samfylkingarfólks í dag. Ég hélt satt að segja að hann væri sammála mér um það að jafnaðarmenn væru í dauðafæri til að styrkja stöðu sína einmitt núna með svo grímulausa hægristjórn við völd. Við eigum að horfa til framtíðar, segja frá því hátt og skýrt hvaða breytingar við jafnaðarmenn viljum koma á og hvað þær þýða fyrir almenning í landinu. Við ættum að tala um heilbrigðiskerfið, menntakerfið, almannatryggingar, húsnæðismál og réttlátt skattkerfi. Tala um hverju þarf að breyta svo unga fólkið okkar kjósi að skapa sér framtíð á Íslandi. Við þurfum að fylkja okkur bak við grunngildi jafnaðarstefnunnar. Það eru þau sem sameina okkur og gefa þrótt til sóknar. Það er búið það sem búið er en framtíðin bíður,“ skrifar hún á Facebook.

Undir með henni taka til dæmis Eiður Guðnason, fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins, sem segir bréf Árna Páls vera óskiljanlegt og algjört klúður.

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir bréf Árna Páls vera tilræði við Samfylkinguna. Hann segir versta óvin umbótaflanna ekki komast með tærnar þar sem Árni Páll hefur hælana.

„Bréfið er ekki einu sinni uppbyggileg gagnrýni heldur einhvern óendanleg minnimáttarkend gagnvart Jóhönnu Sigurðaradóttir. Sumt forystufólk í stjórnmálum markar spor í sögu Íslands – annað verður bara í besta falli efni í vandræðalega hrakafallasögu,“ skrifar prófessorinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: