- Advertisement -

Atvinnuvegur á brostnum forsendum

Það gengur engin starfsemi í gegnum slíkar breytingar án þess að endurskoða stefnu sína, leiðarljós og væntingar.

Gunnar Smári Egilsson.

Það skrítna við vanda sauðfjárbænda er að þeir skuli enn treysta á óbreytta forystu og óbreytta stefnu í landbúnaðarmálum. Ef við skoðum 35 ára tímabil, frá 1983 til 2017, þá var kindakjötsframleiðsla 68% af kjötframleiðslunni 1983 en var fallin niður í 33% 2017. Hlutfall kindakjötsins var 69% af því sem selt var innanlands 1983 en var komið niður í 22% árið 2017 af innlendu og innfluttu kjöti á innanlandsmarkaði. Árið 1983 var selt innanlands 83% af því kindakjöti sem var framleitt en árið 2017 var hlutfallið komið í 66% þrátt fyrir 18% samdrátt í framleiðslu. Framleiðsla umfram neyslu var að meðaltali 16% á tíunda áratug síðustu aldar, 22% á fyrsta áratug þessarar aldar og 34% það sem af er þessum áratug.
Sauðfjárbúskapur hefur verið að ganga í gegnum hrun mörg undanfarin ár og áratugi. Ef kindakjöt hefði haldið hlut sínum í kjötneyslunni frá 1983 væri neyslan meira en þrefalt meiri í dag en hún er. Það gengur engin starfsemi í gegnum slíkar breytingar án þess að endurskoða stefnu sína, leiðarljós og væntingar. Það hafa sauðfjárbændur hins vegar ekki gert.

Enn er þráast við
Þegar sauðasalan til Bretlands féll fyrir meira en 100 árum varð ljóst að sauðir stæðust ekki samkeppni í kjötframleiðslu við naut, svín og alifugla. Í stað þess að aðlaga íslenskan landbúnað að þessari staðreynd, meðal annars með því að leggja aftur mesta áherslu á ullar- og mjólkurframleiðslu eftir stutt gullæði sauðasölunnar, nýttu bændur styrk sinn á þingi til að búa til bail-out vegna fallinna markaða fyrir kjöt í útlöndum. Síðan er liðin meira en öld og enn eru skattgreiðendur að borga fyrir fall Bretlandsmarkaðar. Og enn þráast íslenskir sauðfjárbændur við að rækta sauðfé fyrst og fremst fyrir kjötið.

Dregið úr verndinni
Síðustu áratugi hefur dregið úr þeim stuðningi og vernd sem sauðfjárbændur fengu þegar Bretlandsmarkaður hvarf. Áður fyrr voru allskonar hindranir til að koma í veg fyrir ræktun svína, alifugla og nauta. Þær hafa verið minnkaðar á undanförnum áratugum og það hefur dugað til að höggva niður óeðlilegan stóran hlut kindakjöts á innanlandsmarkaði. Eina leiðin til að sauðfjárbóndi geti keppt á kjötmarkaði við svín eða alifugla er að halda hjarðir með þúsundum dýra, býlisrekstur sem er líklega óhugsandi á Íslandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ef fækkunin hefði orðið jafnafgerandi og á Nýja Sjálandi hefði sauðfé á Íslandi fækkað niður í 275 þúsund, sem myndi duga til að annan innanlands eftirspurn eftir kjöti. Lítill sem enginn opinber stuðningur er við sauðfjárræktun á Nýja Sjálandi.

Meiri samdráttur á Nýja Sjálandi
Og stórbýlin duga ekki til þar sem þó eru aðstæður til slíks. Nýsjálendingar eru ein fárra þjóða sem hefur stundað sauðfjárrækt með kjötframleiðslu sem meginmarkmið (kjöt er vanalega hliðarafurð af mjólk eða ull) og þar reka bændur búgarða með stórum stofni, þúsundum kinda. Árið 1983 voru 22 kindur á hvern íbúa á Nýja Sjálandi en nú er „aðeins“ sex kindur á hvern íbúa á Nýja Sjálandi. Miðað við íbúa er kindastofninn nú aðeins 1/4 sem áður var. Samdrátturinn er því meiri en á Íslandi. 1983 var sauðfé yfir 70 milljón á Nýja Sjálandi en er í dag um 27 milljón. Á sama tíma fækkaði sauðfé á Íslandi úr 712 þúsund í 459 þúsund. Ef fækkunin hefði orðið jafnafgerandi og á Nýja Sjálandi hefði sauðfé á Íslandi fækkað niður í 275 þúsund, sem myndi duga til að annan innanlands eftirspurn eftir kjöti. Lítill sem enginn opinber stuðningur er við sauðfjárræktun á Nýja Sjálandi.

Vandi sauðfjárbænda er ekki neyslubreyting undanfarinna ára heldur fremur afleiðing landbúnaðarstefnu síðustu hundrað árin, sem gagnvart sauðfjárbændum snerist um að bæta fyrir fall Bretlandsmarkaða og viðhalda sauðfjárrækt fyrst og fremst sem kjötframleiðslu í von um að slíkir markaðir opnuðust á ný.

Skammvinnt gullæði
Vandi sauðfjárbænda er ekki neyslubreyting undanfarinna ára heldur fremur afleiðing landbúnaðarstefnu síðustu hundrað árin, sem gagnvart sauðfjárbændum snerist um að bæta fyrir fall Bretlandsmarkaða og viðhalda sauðfjárrækt fyrst og fremst sem kjötframleiðslu í von um að slíkir markaðir opnuðust á ný. Fyrir sauðasöluna var vaðmál mikilvægari útflutningsafurð en saltað kjöt. Sauðfé var ræktað fyrir ullina og býlin voru ekki aðeins hráefnisframleiðendur heldur unnu ullina áfram. Sauðamjólk var einnig unnin á býlum. Með sauðasölunni breyttist landbúnaðurinn í grundvallaratriðum, áherslan færðist yfir á kjötið og það dró úr allri vinnslu á bæjum; matarframleiðslan var iðnvædd að stóru leyti. Sauðasalan var hins vegar skammvinnt gullæði og í raun fráleitt að byggja íslenska landbúnaðarstefnu enn á forsendum hennar, forsendum sem eru löngu brostnar. Hefðbundinn íslenskur landbúnaður er eitthvað allt annað en sauðfjárbúskapur eins og hann er stundaður í dag.

Verðmætin ræktuð úr stofninum
En kannski er of seint að finna gamlar rætur. Það er allt annars stofn sem býr til bestu ullina en sá sem skilar mestum fallþunga. Til að auka kjötið er sauðféð haldið inni á meðan að besta ullin verður til á fé sem er sem mest úti í kulda og raka. Besta ullarfénu var líklega fargað þar sem það þoldi illa fjárhúsin, fékk exem og húðsjúkdóma af inniveru. Sauðasalan og bail-out-ið í kjölfarið eyðilagði því ekki aðeins íslenskan landbúnað heldur ræktaði mestu verðmætin út úr íslensku kindastofninum.

-gse


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: