- Advertisement -

Bjarni boðar stríð

Bjarni Benediktsson var varla búinn að telja upp úr eigin launaumslagi eftir nýfengna tröllvaxna launahækkun þegar hann sagði hingað og ekki lengra. Ég hef fengið mitt. Nú er nóg komið.

Hann bendir á hjúkrunarfræðinga, lögguna og að sjálfsögðu fólkið sem er fjærst huga hans, svona dags daglega. Það eru láglaunakonurnar í Eflingu. Hingað og ekki lengra segir Íslandsráðherrann úr Garðabænum. Og fagnar eigin launahækkun.

Bjarni boðar stríð við það fólk sem verr stendur. Svo ekki sé talað um fólkið sem verst stendur. Sumu fólki kýs Bjarni að gleyma. Öðru fólki hefur hann aldrei munað eftir og mun aldrei muna eftir. Fótgönguliðar  Bjarna eru tilbúnir í stríðið. Í stríð Bjarna við fátækasta fólkið. Hann hefur fengið sitt. Dugar það ekki?

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: