- Advertisement -

Bjarni kom í veg fyrir að fræðimaður fengi starf vegna stjórnmálaskoðana

Kjörinn fulltrúi hrósaði sér við fólk á staðnum og á netinu fyrir að hafa reynt að sannfæra skipuleggjendur um að leyfa mér ekki að tala.

Atli Þór Fanndal skrifar:

Fyrir nokkrum mánuðum hélt ég ræðu á Austurvelli vegna Samherjamálsins. Þetta var baráttufundur fyrir bættum stjórnmálum. Kjörinn fulltrúi hrósaði sér við fólk á staðnum og á netinu fyrir að hafa reynt að sannfæra skipuleggjendur um að leyfa mér ekki að tala.
Ég hló satt að segja að þessu en á sama tíma hefur það alltaf komið mér á óvart hvað siðferðisstuðullinn á Íslandi er fáránlega lágur. Stjórnmálamenn hafa engan þröskuld áður en þeir byrja að ljúga, skemma og níða almenning. Þessi þjónn almennings er óttalega sjálfhverft eintak og pettí. Fyrir utan að vera enginn bógur til að geta stoppað neinn í að tala. Þannig að ég nennti ekki að skammast. En það er ótrúlega vanþroska stjórnmálamaður sem reynir að koma í veg fyrir að einhver tali. Samkvæmt skipuleggjendum var þetta þó víst eitthvað minna en kjörni fulltrúinn lýsti við viðhlæjendur þannig að ég hef haldið trúnað. Stundum þarf maður að sitja í hóp stjórnmálavina og tala sjálfa sig upp bæði á Klaustri, Facebook og vini á mótmælum.

(Þú veist hver þú ert og ættir að biðjast afsökunar svona vegna þess að þú ert duglegt í að krefjast afsökunar frá öðrum).

Það gerðist í fjölmiðlum.

Ég hef ítrekað séð og fengið staðfestingu þess að mínar skoðanir (sem eru bara mjög á pari við norræna Sosialsdemokrata) séu til þess að ég fæ ekki vinnu. Það gerðist í fjölmiðlum, hefur gerst í ráðgjöf og jafnvel bara viðvikum. Þetta er ekki vandamál erlendis þar sem ég hef getað skapað mér líf og tekjur á eigin verðleikum. Það er sagt um Boris Johnson að aðeins þeir sem ekki þekkja gaurinn haldi að hann sé gúddí gæi. Ég get þó verið stoltur af því að aðeins þeir sem ekki þekkja mig halda að ég sé ekki góður gaur. Nokkrar sögur hafa verið notaðar af hægrinu til að gera lítið úr mér.

  • 1. Enginn vill vinna með mér.
  • 2. Ég er drykkjusjúkur
  • 3. Ég er geðsjúkur.

Allt er þetta vegna þess að ég reyndi að starfa sem blaðamaður af heilindum og fyrir vikið skrifaði talsvert um flokkinn. Ég var líka kallaður óvinur samfylkingarinnar númer eitt af Kristjáni Möller sem réðst á mig við fögnuð hægrimanna (Kristján Möller á flesta vini þar). Þessir hlutir eru almennir og þótt dæmið um Þorvald sé einstaklega gróft verðum við að horfa á menninguna sem fest hefur sig í sessi á Íslandi. Við erum ekki nægilega hörð á að þátttaka í samfélaginu sé frelsi sem alltaf skuli virða.

Ræðan gekk vel og vakti ágætis undirtektir.

Jón Gunnarsson.
Ekki einu sinni þegar ráðherra nokkrum mánuðum síðar gerði breytinguna á grásleppu sem Jón vildi fyrir fjölskylduna sína. Til hvers að draga slíkt samhengi fram?

Ég fór svo í Silfrið að beiðni Egils Helgasonar. Eftir fundinn. Þar var Jón Gunnarsson með stæla og ég svaraði honum. Á RÚV finnið þið enga frétt um það. Ekkert. Ég mætti ekki í þáttinn samkvæmt fréttastofu. Það er hægt að finna að ég hafi verið í lýsingum en engin ástæða til að vekja athygli á því sem framkom. Ekki einu sinni þegar ráðherra nokkrum mánuðum síðar gerði breytinguna á grásleppu sem Jón vildi fyrir fjölskylduna sína. Til hvers að draga slíkt samhengi fram?

Í Silfrinu var ég beðinn um að útskýra hluta ræðunnar um hversdagssiðleysið sem ég gerði og notaði Rúv sem dæmi og þáttinn. Í honum sæti fulltrúi valdsins og messaði yfir öðrum og setti siðferðisramma sem er ekki í neinu samræmi við það sem við vitum að er satt. Við eigum ekkert að sætta okkur við það. Ég fór svo að telja upp hvað fulltrúi valdsins í þættinum fengi að sleppa við að áhorfendum fengju að heyra. Það var stoppað. Leikritið tókst 100% eins og það var skrifað upp á skrifstofu kvöldið fyrir þáttinn. Rúv kafnaði úr meðvirkni, þingmaðurinn hótaði og lét öllu illu og allt í beinni en ekki skjalsett að fréttastofu. Auðvitað ekki.

Eftir þáttinn nöldraði þingmaðurinn og gargaði um að þetta væri óásættanlegt.

Fréttastofu Rúv þótti þetta ekkert merkilegt. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einfaldlega tekinn og undinn í þættinum. Tók ekki ábyrgð á því heldur kenndi þáttastjórnanda um. Þáttastjórnanda sem flokkurinn hefur árum saman tætt í sundur, gagnrýnt og logið upp á. Hann hefur samt haldið áfram og átt góða spretti og verri eins og við öll.

Eftir þáttinn nöldraði þingmaðurinn og gargaði um að þetta væri óásættanlegt. Hann þóttist ekki sjá hendina sem ég rétti honum eftir. Þarna for einfaldlega maður sem vissi alveg jafnvel og ég að svona framkomu eiga stjórnarliðar ekki af sætta sig við á RÚV.

Nú hefur komið í ljós að fjármálaráðherra kom í veg fyrir að fræðimaður fengi starf vegna stjórnmálaskoðana hans. Bjarni viðurkennir verkið og þykist ekki skilja glæpinn. Þetta er enn ein afhjúpunin en nú þarf að muna samhengið. Landsréttarmálið snýst um nákvæmlega þetta. Að útiloka fólk sem er þér ósammála og ráða flokkshesta.

Ástæða þess að við öll höfum mátt búa við Hannes Hólmstein æviráðinn þrátt fyrir að hann hafi ekki þekkingu á stjórnmálakenningum, sé dæmdur ritþjófur, til sé skýrsla um eineltið hans í garð samstarfsaðila og þrátt fyrir að hann fái hvergi nokkuð ritrýnt birt nema hann og vinir hans eigi útgáfuna eða útgáfan sé hluti af hægri think tank er að hann er í réttum flokk. Honum var komið fyrir af ráðherra þrátt fyrir að uppfylla ekki fagleg skilyrði til ráðningar og beinlínis til að stunda hægri áróður og níða skólann. Og boy hefur hann unnið fyrir sína herra.

Við verðum að standa saman og horfast í augu við að Sjálfstæðisflokkurinn á sér einfaldlega sögu njósna, ofsókna og skoðanakúgunar.

Þetta sagði ráðherra um hvers vegna hann réð Hannes þrátt fyrir að Hannes hafi ekki verið dæmdur hæfur. „Það er að dómi ráðherra æskilegt að ólíkar skoðanir á fræðigreininni eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla Íslands. Í félagsvísindum er sérstaklega mikilvægt að tryggja fjölbreytni og frjálsa samkeppni hugmynda.“ Hann var ráðinn vegna skoðana sinna en Þorvaldur útilokaður vegna skoðana sinna þrátt fyrir að vera fræðimaður á heimsmælikvarða og authority í rannsóknum á audlindabölinni t.d. ef menn eru að velta fyrir sér hvers vegna kvótaflokkurinn myndi vilja níða manninn.

Við verðum að standa saman og horfast í augu við að Sjálfstæðisflokkurinn á sér einfaldlega sögu njósna, ofsókna og skoðanakúgunar. Það verður að gera þetta upp og setja þeim mörk því þetta er einmitt ástæða þess að við förum í gegnum kreppur eins og okkur sé borgað fyrir það og ástæða þess að við náum aldrei að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf nýsköpunar.

Því nýsköpun, vísindi, velferð, lýðræði og frelsi þarf frelsi til hugsana sinna og lýðræðisþátttöku. Án þess er ekkert af hinu raunverulegt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: