- Advertisement -

Eftirbátar Færeyinga

Bjarkey Olsen og Sigurður Ingi.

„Það er hægt að horfa til vina okkar Færeyinga sem hafa grafið í kringum 20 göng sem eru samtals 55 km. Það er u.þ.b. sjöfalt lengra en við höfum grafið á hvern íbúa. Við erum hér með 12 göng, ef ég veit rétt, sem eru í kringum 50 km. Þar er stefnan alltaf að grafa göng á hverjum tíma. Færeyingar grófu göng fyrir 15 íbúa þannig að það snerist ekki bara um hagkvæmni heldur líka jafnræði. Mér finnst það líka eitthvað sem við þurfum að hafa í huga,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir á Alþingi.

„Við getum ekki beðið í áratugi eftir úrbótum í samgöngumálum sveitarfélagsins. Því spyr ég, af því að ég veit að hópur með heimamönnum og fulltrúum okkar þingmanna í Norðausturkjördæmi hefur hafið störf og er að leggja á ráðin með tillögur í samstarfi við aðila, hvort ráðherrann taki ekki vel í málið og hvort hann telji að það sé ekki bráðnauðsynlegt í ljósi aðstæðna að við setjum úrbætur á þessu svæði í aukinn forgang miðað við það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir.“

„Ég tel vel koma til greina að skoða möguleika á því að hægt væri að grafa fleiri en ein jarðgöng í einu í framtíðinni með svipuðum hætti og frændur okkar Færeyingar hafa gert og hv. þingmaður nefndi í upphafsorðum sínum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson meðal annars í svari sínu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: