- Advertisement -

Eldri borgarar hafa margfaldað afkomu sína

„Ég tek sem dæmi: Í neðstu tekjutíund þeirra sem eru 66 ára og eldri og búa í eigin fasteign erum við að horfa upp á breytingu sem talin er í margfeldi. Sambúðarfólk sem er í neðstu tekjutíund yfir tímabilið sem tekjusagan skoðar, frá 1991, hefur ekki bara bætt kjör sín eitthvað heldur hafa þau í raun og veru margfaldast, enda vorum við á alveg ómögulegum stað,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi fyrir um klukkustund.

„Að skoða kaupmáttaraukninguna á ráðstöfunartekjum þessa hóps þetta er í raun og veru sögulegt. Það er sögulegt hversu mikið kaupmáttur hefur vaxið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: