- Advertisement -

Engin „fyrirtæki“ eru kerfislega mikilvæg

Mistök skulu ekki endurtekin. Mælirinn er fullur.

Ragnar Önundarson skrifar:

Aðstoð ríkisins þarf að vera almenn. Sting upp á að fyrirtæki geti fengið lán með ríkisábyrgð, sem breytanleg séu í hlutafé á fyrir fram stöðluðum kjörum, td. á grundvelli endurskoðaðs ársreiknings 2019, eldra hlutafé færist niður um td. 70% og lán í vanskilum breytist á nafnverði í nýtt hlutafé. Gleymum ekki að eigið fé allra fyrirtækja á að vera sá „stuðpúði“ sem tekur ótryggjanlegar áhættu. Það er ósamrýmanlegt markaðsbúskap að láta almenning (ríkissjóð) taka höggin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hugsanlegt er líka að rekstur stærstu fyrirtækja sem riða til falls verði „ringfence-aður“ í nýju dótturfélagi (hive-down) á meðan móðurfélagið leitar nauðasamninga. Ef samningar nást ekki leysa bankinn/ ríkið dótturfélagið til sín en móðurfélagið fer í þrot.

Vitnað verður í að önnur lönd fari leið ríkisábyrgða, en þá ber að minnast þess að eftir hrunið voru mörg hundruð milljarðar afskrifaðir fyrir svonefnd „kerfislega mikilvæg fyrirtæki“. Það fól í sér að hluthöfunum, efnaðasta fólki landsins, var fært þetta fé „á silfurfati“, á sama tíma og gengið var að heimilum og smáfyrirtækjum. Það eru engin „fyrirtæki“ kerfislega mikilvæg, það er bara reksturinn sem er það, hann á að vernda, en ekki eign hluthafanna. Þeir hafa tekið áhættu og eiga ekki að koma henni yfir á sameiginlegan sjóð landsmanna.

Mistök skulu ekki endurtekin. Mælirinn er fullur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: