- Advertisement -

Engin fyrirtæki eru kerfislega mikilvæg

Eigið fé tapast fyrst, þá ótryggðar kröfur og loks veðtryggðar skuldir.

Ragnar Önundarson skrifar:

Markaðsbúskapur, byggir á nokkrum undirstöðuatriðum sem varða frelsi. Frjálst framtak, frjáls viðskipti, samningsfrelsi, atvinnufrelsi osfrv. og er auðvitað nátengdur mannréttindum eins og eignarrétti, tjáningarfrelsi og félagafrelsi. Frelsi eins á þó ekki að yfirgnæfa frelsi annarra. Af þeirri ástæðu höfum við m.a. lög og reglur sem gæta þessa jafnvægis, auk þess sem almenn siðalögmál eiga að gilda.

Frelsið geta menn notað til athafna í því skyni að efnast og skapa þá venjulega öðrum atvinnu um leið. Til þessa þurfa menn að leggja fram sitt eigið fé og taka með því áhættu, því ef áformin fara úrskeiðis tapast þessi höfuðstóll. Í byrjun báru menn ótakmarkaða ábyrgð á þessum athöfnum sinum eins og öðrum og gátu menn þannig þurft að borga sjálfir þær skuldir sem þeir höfðu stofnað til. Langt er síðan farið var að leyfa fjárfestum að takmarka áhættu sína, með stofnun hlutafélaga, þar sem áhætta manna takmarkaðist við það fé sem þeir lögðu í reksturinn. Á móti koma ýmsar reglur og kvaðir til verndar öðrum sem eiga viðskipti við hlutafélagið, s.s. starfsmönnum, byrgjum, lánveitendum og viðskiptamönnum, sem allir eiga hagsmuni í rekstrinum og allir taka nokkra áhættu líka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Áhættunni er raðað upp: Eigið fé tapast fyrst, þá ótryggðar kröfur og loks veðtryggðar skuldir. Ég lýsti í gær hvernig vernda má kerfislæga mikilvægan rekstur, án þess að gefa hluthöfum viðkomandi félags peninga almennings. Mikilvægt er að muna að gríðarleg mistök voru gerð af þessu tagi eftir „hrun“ hér á landi, af þvi að stjórnvöld þekktu ekki þær aðferðir sem beita má í þessu skyni. Munum að ekki eru til nein „kerfislæga mikilvæg fyrirtæki“, það er bara til kerfislæga mikilvægur rekstur. Það er bara hann sem þarf að vernda.

Nýlega fór flugfélagið Wow í þrot. Ríkið kom réttilega ekki færandi hendi með peninga almennings, eins og kallað var eftir. Nú sverfur að Icelandair, „flagg-flugfélaginu“ okkar. Rekstur þess er kerfislæga mikilvægur og hann þarf að vernda, ekki eign hluthafanna.

Áhætta sem steðjar að hvers konar rekstri er af ýmsum toga. Fyrirtæki dreifa henni meðvitað og kaupa sér tryggingar. Samt eru ekki allar áhættu tryggjanlegar. Í „smáa letrinu“ undanskilja tryggingafélög þær hamfarir sem eru ótryggjanlegar. Stríð og náttúruhamfarir eru af þeim toga. „Force majeure“ og „acts of God“ er orðalag sem haft er um óviðráðanleg atvik. Við eigum að muna að svonefnt „eigið fé“ fyrirtækja þarf að vera nægjanlegt fyrir ótryggjanlegum áhætta. Það er EKKI sjálfsagt mál að sjóðir almennings séu notaðir eins og gólftuska á það sem sullast niður.

Gerum kröfu til faglegra vinnubragða hins opinbera. Til eru aðferðir til sð vernda kerfislega mikilvægan rekstur, án þess að gefa hluthöfum peninga.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: