- Advertisement -

Er engin mennska hinum megin?

Sigurlaug Halldórsdóttir flugfreyja skrifar:

17. júlí er sorgardagur í íslenskri flugsögu. Mér líður eins og orðið hafi flugslys. Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar.

FFÍ verður 66 ára 30.des. Þar er löng saga margra orrusta. Mikið hefur áunnist í formi bættra kjara kvennastéttar, sem þorði og reið à vaðið með margar kröfur sem þóttu fráleitar þegar þær voru bornar fram , en unnust þó. Stéttarfélög urðu til í kjölfar iðnbyltingarinnar um miðja nítjándu öld, þegar vélar fóru að koma í stað mannsafls og vernda þurfti kjör launþega hjá ört vaxandi stórfyrirtækjum.

Við iðnbyltinguna fór mannskepnunni nefnilega fyrst að hnigna í formi minni samkenndar og skeytingarleysis í garð annarra, en það er önnur saga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…haltu kjafti og éttu skít eða vertu úti?

Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til, nýlegt dæmi er verkfall fólks í Eflingu í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf.

Þau stóðu keik!

Ég velti bara fyrir mér fyrir hverju verkalýðsfélög eru að berjast, ef stórfyrirtæki geta bara sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo? Hvers vegna að vera með kröfur ef niðurstaðan er einhliða: haltu kjafti og éttu skít eða vertu úti?

Ég fékk mína uppsögn í dag, eftir 37.3 ár… hefur ekkert með þína frammistöðu að gera, fylgdi. Frábært!!!

Félagið mitt, í yfir 43 ár, hef gefið því ALLT! Og notið þess. Hóf störf 9. maí, 1977.

Hef verið í alls konar viðburðum og auglýsingum út um allt, án þess að fà krónu fyrir því stundum rennur manni bara blóðið til skyldunnar. Líka þegar ég var beðin að gefa 10% af tekjum í júní og júlí til félagsins!!! Auðvitað.. við stefnum öll að sama marki. Ég leggst á árar, er aflögufær. Nú er hins vegar búið að henda okkur öllum í ruslið..fleygja okkur öllum á einu bretti.

Erum að lifa sturlaða tíma.

Er fólki bara fleygt?

Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin? Það að missa vinnuna kemur næst á eftir dauðsfalli náins ættingja.

Er aum og brotin og lítil.. hefði aldrei trúað því að ég væri svo lítils virði og samstarfsfólk mitt..það falla mörg tár í kvöld.. en úrhelli fylgir uppstytta. Erum að lifa sturlaða tíma. Meðan hin Norðurlöndin eru að laga sig að styttri vinnuviku og fjölskylduvænni atvinnustefnu, er stærsta fyrirtæki landsins að beygja fólk i duftið.

Trúi því að ég sé ekki svona forgengileg né við öll. Stöndum þétt saman… við erum Icelandair þegar öllu er á botninn hvolft!

Fengið af Facbooksíðu Sigurlaugar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: