- Advertisement -

Fjandvinir snúa nú bökum saman

„Það má ekki vera grímulaust inngrip í Seðlabankann eins og gert var 2009.“

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Fyrir réttum fjórum árum var deilt um hvort fjölga ætti Seðlabankastjórum. Minn vettvangur þá var Sprengisandur á Bylgjunni. Víst var að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, var þá lífsins ómögulegt að fyrirgefa forsvarsmönnum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hafa komið Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum.

Nú er Bjarni í ríkisstjórn undir forsæti Vinstri grænna. Það kann að hafa breytt viðhorfum hans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér eru fjögurra gömul skrif:

Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann var síðast gestur í Sprengisandi um miðjan ágúst í fyrra, að síðasta ríkisstjórn, það er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur „…hún lagði til breytingar á stjórnarskránni og á lögum um Seðlabankann án þess að tala við kóng eða prest. Hún virti ekki stjórnarandstöðuna viðlits. Það var árás á sjálfstæði Seðlabankans.“

Þessi orð Bjarna undirstrika átökin um málið. „Mér finnst mjög svartur blettur hvernig gengið er fram við breytingar á lögum um Seðlabankann á síðasta kjörtímabili, í febrúar 2009. Ég ætla ekki aftur að taka þátt í þannig skollaleik. Mér er umhugað um sjálfstæði Seðlabankans.“

Seint verður fyrirgefið að þáverandi ríkisstjórn breytti lögum um bankann, til að losna við Davíð Oddsson úr bankanum. En var það ekki eðlilegt í ljósi hvernig málum var háttað? „Við erum að tala um grundvallaratriði, að virða sjálfstæði Seðlabankans,“ svaraði Bjarni.

Deilan um Seðlabankann mun samkvæmt þessu snúast um, eins og flestar deilur á Íslandi, um hver gerði hvað og hvað ekki.

„Það má ekki vera grímulaust inngrip í Seðlabankann eins og gert var 2009.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: